Hanna Þóra Matur

Kjúklinga Quesadillas

Ég er mjög hrifin af mexikönskum mat og nýti ég oft tækifærið og geri quesadillas þegar ég á afgangs kjúkling.

Uppskriftin er mjög einföld og auðvelt að breyta henni ef maður vill bæta einhverju við eða laga til styrkleikann á kryddinu.

Það sem þarf í þessa uppskrift er eftirfarandi :

 

Rifinn kjúklingur

Tortilla kökur

Taco krydd

Chuncky salsa sósa

pinto/maís eða refried baunir (eftir því hvaða skapi maður er í)

Ostur

Sýrður rjómi

 

Byrja á því að blanda saman rifnu kjúklingakjöti saman við baunirnar og krydda blönduna með taco kryddi.
IMG_20170927_180116

Því næst set ég heila krukku af chunky salsa útí og hræri vel.

IMG_20170927_180118_1

Blöndunni er svo skipt jafnt í tortilla kökurnar og dreift úr á helming kökunnar.

Ostur settur yfir og kökunni lokað í hálfmána

IMG_20170927_180608

Ég hita pönnuna vel og lækka svo undir þegar ég ætla að fara að steikja kökurnar.

Ég nota avokadó olíuna því hún er bæði bragðmild og hentar vel í svona steikingu.

IMG_20170927_180923

Steiki tvær og tvær kökur í einu og set lokið á. Með því kemur meiri hiti og osturinn og fyllingin nær að hitna almennilega.
IMG_20170927_180953

Sný kökunum svo við þegar þær eru orðnar fallega gylltar .

 

Gott að bera fram með salati, sýrðum rjóma og salsa sósu.
IMG_20170927_182154

IMG_20170927_181137

 

Buen apetito!

Hanna

Þið finnið mig á snapchat : Hannsythora

HANNSYTHORA

HANNSYTHORA

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply