Bakstur Hanna Þóra ketó Veislur

Ketó ostakaka með kókos og sítrónu

Þessi uppskrift er algjör snilld og einstaklega fljótleg í framkvæmd og hentar þeim sem eru á ketó matarræðinu. Ekki þarf að baka kökuna heldur er tilvalið að setja hana í falleg glös og eiga svo til í kæli.

Uppskrift fyrir 4 glös

Í botninn þarf :

2 dl Kókosmjöl

1/2 dl kókoshveiti eða möndlumjöl

2 msk vanilludropar

2 msk ljóst fiber sýróp frá sukrin

75 grömm smjör bráðið

Bræðið smjörið og blandið öllum hráefnum saman í skál.

Skiptið jafnt í glös en skiljið smá eftir til að skreyta með ofaná.

Ostablandan :

250 grömm rjómaostur við stofuhita

1 peli rjómi þeyttur

3 msk ljóst fiber sýróp frá sukrin

Safi úr 1 sítrónu

Þeytið að rjómann og takið til hliðar áður en rjómaosturinn er vel þeyttur með sírópinu og safanum úr sítrónunni.

Blandið ostablöndunni varlega saman við rjómann með sleikju og kælið blönduna aðeins í ísskáp.

Blöndunni bætt í glösin og restinni af kókos blöndunni sett yfir. Tilvalið að skreyta með sítrónusneið og kókosstykki frá Nicks.

Geymist vel í ísskáp og er æðislegur eftirréttur við hvaða tilefni sem er.

Þið finnið mig og fullt af uppskriftum frá mér inná instagram

https://www.instagram.com/hannathora88/?hl=en

Hannathora88

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply