Bakstur Hanna Þóra Heilsa Matur

Ketó mozzarella brauð sem svíkur engan

Nú hef ég verið á ketó/low carb matarræði í nánast mánuð og maður lifandi hvað ég finn mikinn mun á sjálfri mér bæði líkamlega og andlega.
Enginn útblásinn magi lengur, engir magaverkir, jafnari orka yfir daginn og ég almennt bara hressari.

Ég hef verið að prófa mig áfam með alls kyns uppskriftir undanfarið og langaði að deila með ykkur þessu mozzarella ólífubrauði sem ég bjó til um daginn.

Uppskriftin er einföld og afskaplega fljótleg og auðvelt er að toppa brauðið á annan hátt t.d. með sólþurrkuðum tómötum, kryddum eða ostum.

1 poki rifinn mozzarella
2 msk beikon smurostur (eða annað bragð ef vill en passa að hann sé ekki léttsmurostur ef þið eruð á ketó eða low carb matarræði)
1 tsk salt

1 tsk lyftiduft

1 egg

2 msk möndlumjöl

Ólífur að eigin vali

Parmesan ostur

Oreganó krydd

 

Byrjum á því að taka skál sem má fara í örbylgjuofn og látum allan ostinn ofaní hana ásamt smurostinum, saltinu, lyftiduftinu og möndumjölinu.
Hitum þessa blöndu í 60 sek – hrærum aðeins og athugum hvort osturinn er bráðnaður, bætum við 15 sek þar til osturinn er alveg bráðnaður og hægt er að hræra í gott deig.
Bætum egginu útí og hrærum vel.

IMG_20180826_101715

Setjum deigið á bökunarpappír og mótum það og röðum ólífum og kryddum með oreganó og parmesan.

Bökum brauðið á blæstri við 180 gráður í 10-15 mín þar til fallega gyllt og ilmurinn orðinn ómótstæðilegur.
IMG_20180826_105359
Ég var með klettasalat toppað með extra virgin ólífuolíu, nýmöluðum svörtum pipar, parmesan og fetaosti með brauðinu og Parma skinku sem var frábær blanda í léttan og góðan hádegisverð.

Snapchat-458107385

Hanna

Ps. þið finnið mig á snapchat- Hannsythora 🙂

HANNSYTHORA

HANNSYTHORA

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply