Hanna Þóra Heilsa Matur

Ketó brunch – Bacon vafinn aspas með chilli smjörsósu

Síðustu helgi langaði mig að hafa eitthvað extra gott í hádegismatinn sem myndi að sama skapi passa inní keto matarræðið mitt.

Ég átti til ferskan aspas og úr varð þessi æðislegi réttur sem er með brunch ívafi.

Uppskrift

Ferskur aspas (ég var með 6 stykki á mann)

1 pakki beikon

Egg

Hvítlauks krydd

Salt og pipar

Byrjum á því að vefja beikoninu utanum aspasinn og raða á plötu með bökunarpappír.

Ég krydda mjög létt með hvítlauks kryddi yfir og set inní ofninn á 200 gráður.

Því næst græja ég eggin en brýt ég ofaní svona silicon mót frá ikea sem ég pensla með olíu áður en eggið fer ofaní og set með í ofninn í ca 10 mínútur

Á meðan þetta eldast í ofninum bý ég til sósuna

2 eggjarauður þeyttar vel

150 gr smjör brætt (passa að það verði ekki of heitt!)

Helli smjörinu varlega útí með mjórri bunu (bernaise aðferðin)

Í lokin krydda ég með chilli explosion kryddi,salti og svörtum pipar úr kvörn. verði ykkur að góðu 😊🥂

Ps þið finnið mig snapchat þar sem ég er að sýna frá mat og allskonar skemmtilegu 👉 Hannsythora

Og allir uppskriftir inná Facebook síðunni minni 👉 Hanna Þóra – Hönnukökur

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply