Hanna Þóra Heilsa Matur

Keto Brokkolí salat

Á dögunum var ég að prófa mig áfram með brokkolí og útbjó æðislegt salat sem er frábært sem meðlæti með ýmsum mat eða gott eitt og sér.

Uppskriftin er einföld og fljótleg og hentar vel þeim sem eru á ketó eða á lágkolvetna matarræði.

2 bollar ferskt brokkolí

4 msk mæjónes (ég nota avocado mæjónes)

Rauðlaukur saxaður smátt

4 sneiðar eldað beikon

Salt og pipar

Mæjónesinu ásamt salti pipar og lauknum blandað í skál og hrært vel áður en brokkolí og bacon fær að blandast við.

Þið finnið mig á snapchat þar sem ég sýni allskonar ketó uppskriftir og fleira skemmtilegt 👉 hannsythora

Og með því að fylgja Facebook síðunni minni Hanna Þóra – hönnukökur

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply