Hanna Þóra Hönnun

Kaffi í áskrift- gjafahugmynd fyrir sælkera

Mig langar að segja ykkur frá æðislegri gjöf sem ég fékk á mæðradaginn frá ungunum mínum tveim.
Ég er mikill kaffiaðdáandi og held mikið upp á kaffivélina sem ég fékk í afmælisgjöf frá manninum mínum fyrir nokkrum árum.

Á mæðradaginn fékk ég blað í hendurnar með fallegu ljóði og upplýsingum að von væri á skemmtilegri sendingu fyrir mömmuna.

Elsku mamma,
Við áhrif höfum á þinn svefn
Þína þreytu og þín efn
Við viljum því úr því bæta
Og þig með kaffi kæta
Færðu því þrjá poka dýrindis bauna
Þá Í hverjum mánuði launa
Við syngjum kannski lag
Næsta mæðradag
Tómas Örn og Þórdís Lilja

Ég fékk kaffiáskrift frá COFFEE COLLECTIVE sem er danskt fyrirtæki og hef fengið nýjar tegundir af kaffibaunum sendar mánaðarlega seinustu mánuði.

coffee-collective-logo

Með hverri sendingu koma 3 pakkar af kaffibaunum, ávallt 2 nýjar tegundir bauna og upplýsingar um hvaðan kaffið kemur og hvaða eiginleika það hefur upp á að bjóða. Þau kaupa beint frá kaffibaunaræktendum og getur maður lesið um þá á heimasíðu fyrirtækissins.

guide-to-copenhagen-torvehallerne-farmersmarket4

Þetta er tilvalin gjöf fyrir sælkera og þá sem eiga allt og maður er alltaf í vandræðum með að finna gjafir handa.

Heimasíða COFFEE COLLECTIVE fyrir áhugsasama.

Hanna

You Might Also Like