Lífið Sigga Lena Tíska

Kæri vetur gerðu þitt besta, ég er tilbúin!

Ég var að eignast þessa svakalega flottu úlpu sem er ný komin í verlsanir ZO-ON

Nýja vetrarlínan kom í hús fyrir stuttu síðan og er hún í einu orði sagt GEGGJUÐ. Litirnir þetta haustið eru mjög fallegir og það ætti að vera eitthvað til fyrir alla. 

En ég skellti mér út í Hellisgerði í Hafnarfirði og fékk bróðir minn til að smella af mér nokkrum myndum í þessari flottu úlpu!

IMG_1768

Ég fékk mér úlpu sem ber nafnið Orri og er dúnúlpa. Þetta er úlpa sem er sérstaklega búin til fyrir borgarútivist og alvöru veður. 

IMG_1779

Orri er með mikla og stóra hettu sem hægt er að stilla og gerviloðkragann er hægt að taka af. 

IMG_1774

Úlpan er vel síð og er það eitthvað sem ég sækist eftir sérstaklega í miklum kulda, ég veit ekkert verra en að vera kalt á rassinum. 

Orri er vatnsheld og ætti því ekki að vera neitt vandamál að fara í göngutúr niður laugaveginn í rigningu og slabbi, svona þegar líða fer á veturinn. 

Hún fæst í tveimur litum. 

Orri-SteelGrey_Front_4b5f246b-ef24-497e-8185-c6f80cdfd56b_650x Orri-Black_Front_b060e455-cd76-4d0e-9e15-513130c98664_650x

Allar upplýsingar um Orra og fleiri vörur í vetrarlínunni má finna HÉR

*Úlpuna  fékk ég að gjöf* 

IMG_1804

Þangað til næst…

Sigga Lena

signature

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply