Diy Heimilið Hrönn Jól Lífið Þrif

Jólahreingerningin mín

Nú eru jólin að koma og því ekki seinna vænna en að fara að huga að jólahreingerningunni. 

Mér finnst rosalega gaman að þrífa og ég er alltaf með sérstaka þrifarútínu fyrir jólin sem ég geri alltaf á hverju ári. Fyrir mér er jólaundirbúningurinn byrjaður þegar ég byrja á litlu jólaþrifarútínunni minni og byrja að pússa glugga og taka allt í gegn. Þegar ég var lítil gerði mamma alltaf svona jólahreingerningu fyrir jólin og mér fannst alltaf svo ótrúlega gaman að fá að hjálpa og enn í dag elska ég að koma heim til mömmu og pabba í desember þegar þau eru að taka jólahreingerninguna.

Á þessum lista eru öll þau verkefni sem ég geri aukalega ofaná venjulega vikuþrifin mín en hér er hægt að kíkja á hvernig mín vikuþrif eru. 

Ég skipti listanum mínum alltaf niður í tiltekt og svo þrif og venjulega byrja ég á tiltektinni og geri svo þrifin. Mér finnst frábært að nota tækifærið þegar ég tek til í öllum skápum og skúffum á heimilinu að henda eins miklu og ég get og gefa þau föt sem eru ekki lengur í notkun – það er svo æðislegt að létta aðeins á og losa sig við óþarfa.

Mér finnst best að gera þetta ekki seinna en í byrjun desember til að vera ekki að gera þetta alveg ofnaí jólunum af því það er miklu skemmtilegra að vera búinn með allt tímanlega og geta notið desember með fjölskyldunni.

Screen Shot 2017-11-28 at 11.32.14

En hér kemur listinn góði:

Tiltekt

 • taka til í öllum fataskápum í húsinu
 • taka til í öllum eldhússkápum og skúffum og þrífa að innan
 • taka til í öllum þvottahússkápum og skúffum og þrífa að innan
 • taka til í öllum baðskápum og skúffum og þrífa að innan
 • taka til í geymslunni
  • þar sem 70% af geymsluplássinu mínu fer í jólaskraut er gott að nota tækifærið þegar það er tekið fram og endurskipuleggja geymsluna aðeins
 • afþýða frystiskápinn minn
  • flott að gera það árlega og fara yfir það sem er í skápnum, líka nauðsynlegt til að gera meira pláss fyrir allt jólakonfektið sem ég geri alltaf fyrir jólin til að gefa vinum og vandamönnum.

Þrif

 • þrífa gluggana með edikblöndu og glerklút
  • 1hluti edik:10hlutar vatn
 • þvo áklæðið af sjónvarpssófanum
  • Ég tók þá frábæru ákvörðun þegar ég keypti þennnan sófa að hafa á honum áklæði sem hægt væri að þvo í þvottavél enda er eitt og annað búið að sullast í hann síðustu mánuði frá litla skæruliðanum mínum
 • þrífa leðursófasett og borðstofustóla með leðurhreinsi
  • Ég nota leðurhreinsi frá Dr.Leður sem ég kynntist nýlega og finnst alveg frábær
 • taka alla sófa og stóla frá og þrífa vel gólf undir þeim
 • þrífa bakarofna sérstaklega vel
 • þrífa uppþvottavélina sérstaklega vel
 • þrífa ísskápinn sérstaklega vel
 • þrífa kaffivél, hrærivél, blender og önnur heimilistæki sérstaklega vel
 • þurrka af öllum ljósum í húsinu
 • þrífa veggflísarnar á baðherbergjum 
 • skella stíflueyði í öll niðurföll
 • þrífa svalahurð og útidyrahurð að innan og utan
 • þurrka af öllum innihurðum og hurðakörmum með alhreinsi
  • nota speedball á erfiða bletti

Screen Shot 2017-11-15 at 11.06.34 Screen Shot 2017-11-28 at 11.27.02

 

Endilega kíkið á mig á snapchat ef þið viljið fylgjast með mér taka jólahreingerninguna mína – hronnbjarna 

hronn

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply