Fjölskylda Hrönn Jól Lífið Matur Matur og vín

Jól á Mathúsi Garðabæjar – Yndisleg jólastemning

Við Fagurkerastelpurnar vorum svo heppar að okkur var boðið á jólahlaðborð á Mathúsi Garðabæjar í síðustu viku. 

Mathús Garðabæjar er með jólahlaðborð öll kvöld vikunnar fram að jólum og eins bjóða þeir upp á jólabrunch um helgar. 

Screen Shot 2017-12-09 at 14.59.02

Við kíktum til þeirra á miðvikudagskvöldi og áttum yndislegt kvöld. Staðurinn er ótrúlega flottur og stemningin mjög notaleg og við komumst allar í algjört jólaskap eftir kvöldið. 

Screen Shot 2017-12-09 at 14.59.26

Matseðillinn er sko ekki af verri endanum og hér er hægt að skoða hann en það eru þeir Fannar Vernharðsson og Garðar Aron Guðbrandsson sem eiga heiðurinn af þessu flotta hlaðborði.

Það sem er mjög skemmtilegt við þeirra jólahlaðborð er að forréttir og eftirréttir eru bornir fram á borðið en eru ekki hlaðborð sem mér finnst alltaf mun skemmtilegra og gera aðeins meira úr matnum.

Maturinn var algjört æði og við borðuðum yfir okkur og hálf rúlluðum heim eftir velheppnað kvöld. 

Það sem stóð algjörlega uppúr hjá mér var yndislegt anda confit salat sem var æði ásamt nautalundinni og svo eftirrétturinn – ris a la mande með kirsuberjasorbet og karamellusósu – ég er ekki búin að hugsa um annað síðan ég kom heim en að fá meira af þessari dásemd !

25198951_10214760212429089_390672641_o

Við mælum allavega alveg 100% með þessu frábæra jólahlaðborði ef þið viljið eiga huggulega stund fyrir jólin í fallegu og notalegu umhverfi.  

hronn

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply