Barnatíska Börnin Gjafahugmyndir Hrönn Lífið

Joha ullarföt fyrir minnstu krílin

Áður en ég eignaðist mína stelpu skoðaði ég ótrúlega mikið af ullarnærfötum frá hinum ýmsu merkjum. Mér fannst svo mikið af þeim ekki nógu krúttuð fyrir svona litla prinsessu og því var ég hrikalega ánægð þegar ég rakst loksins á blúndufötin frá Joha inná Baldursbrá.is. Þau eru blanda af ull og silki og eru því ótrúlega mjúk og góð án þess að vera alltof heit þannig að þau virka vel allt árið um kring.

Screen Shot 2017-03-19 at 21.27.54Screen Shot 2017-03-20 at 13.57.34

 

Svo eru þau líka svo hrikalega krúttleg, með blúndu á öllum köntum – akkurat það sem ég var að leita að. Þau koma í æðislega kósý ljóskremuðum lit sem ég fékk mér en einnig er hægt að fá þau í ljósbleiku. Þessi nærföt eru til bæði sem samfella og buxur og eins sem heilgalli en ég ákvað að byrja á að taka samfellu og buxur í minnstu stærðinni og var búin að kaupa þetta löngu áður en litla skottið kom í heiminn. Eins er til æðisleg húfa í sömu línu sem er frábær bæði undir þykka húfu á veturnar og ein og sér á sumrin.

Screen Shot 2017-03-19 at 21.31.25

 

Hér getið þið séð litla skottið mitt í sínum fötum

IMG_0573

 

Eftir að hún fæddist sá ég að það var líka til heilgalli í þessari sömu línu sem ég að sjálfsögðu varð bara að fá svo ég tók hann í stærð 70 og ætla að nota hann næsta haust þegar hún er vaxin uppúr samfellunni og buxunum. Næsta haust verður litla daman orðin 7 mánaða og því byrjuð að sofa úti í vagni. Þá er blúnduheilgallinn ekki nóg einns og sér og því vantaði mig þykkan galla yfir og var þá að pæla í annaðhvort ull eða flís. Þá fór ég aftur á stúfana og skoðaði og skoðaði. Mér hefur alltaf fundist MOLO flísgallarnir svo flottir en undanfarið finnst mér þeir hafa komið í svo ljótum litasamsetningum að mig langaði bara ekkert í þannig galla. Ég ákvað þá að kíkja hvað Joha væri að bjóða uppá og þá sá ég þennan æðislega gráa hneppta ullargalla sem mér finnst algjört æði.

Screen Shot 2017-03-19 at 21.26.26

Hann er úr Merino ull en er svo ótrúlega mjúkur að hann er bara eins og flísgalli þegar maður kemur við hann. Í stíl við gallann er hægt að fá æðislega sokkaskó með teygju svo þeir haldast vel á litlum fótum og sömuleiðis vettlinga með teygju af því þetta á það til að hoppa af litlum fótum og höndum sem er ekki gott þegar það er kalt úti.

Screen Shot 2017-03-19 at 21.28.12

Þetta er því orðið fullkomið combo til að sofa úti í vagni og alveg hrikalega krúttlegt allt saman.

IMG_0588

Ég er allavega rosalega ánægð með þetta og finnst litla skottið mitt auðvitað voða mikið krútt í þessu blúndusetti og hlakka til að klæða hana í hitt dressið í haust !!!

Joha ullarfötin fást hjá Baldursbrá en það er æðisleg netverslun sem ég elska. Endilega kíkið á Joha fötin hjá þeim:  https://www.baldursbra.is/collections/joha 

Screen Shot 2017-02-25 at 20.02.39 

You Might Also Like

1 Comment

  • Reply
    Inga Björk Matthíasdóttir
    22. March, 2017 at 3:42 pm

    Verð að kynna mér þessi áður en litli kútur mætir á svæðið 🙂 Takk fyrir að deila

  • Leave a Reply