Framkvæmdir Lífið Tinna

Íbúðin mín – fyrir og eftir framkvæmdir og breytingar

Við Arnór höfum flutt óvenju oft á okkar tíma saman, en nú erum við hætt, amk í bili. Við fluttum sem sagt samtals níu sinnum á fimm árum og keyptum okkur 3x íbúð á 3 árum, en erum loksins komin í íbúð sem er nógu stór fyrir okkur öll og við erum búin að gera hana ótrúlega fína. Planið var svo að staldra við í c.a. 10 ár áður en við myndum kaupa hæðina/einbýlið/raðhúsið, sem er enn planið, þá eftir c.a. 7.5 ár ef 10 ára planið mun standa, en ef ég þekki okkur rétt þá munum við ekki ná 10 árum..

En við vorum ótrúlega heppin að finna þessa íbúð sem við eigum núna þar sem hún uppfyllti allar mínar kröfur:

-er á jarðhæð
-er með pall
-það er gluggi inn á baði sem er algjör plús (höfðum aldrei búið í íbúð áður með glugga inn á baði)
-varð að vera möguleiki að byggja “kisuparadís” svo kettirnir kæmust inn og út í búr eins og þau vilja og eru vöm
-og að lokum FJÖGUR svefnherbergi, sem var svona aðalatriðið. Því við nenntum EKKI að flytja aftur næstu árin og vissum að okkur langaði að eignast barn nr.3 á næstu árum og vildum hafa herbergi og pláss fyrir alla!
-ef ég væri að gera þessar kröfur í dag þá myndi ein krafan vera tvö baðherbergi takk fyrir! Ég meina, það er ekki hægt að fara í sturtu án þess að einhver þurfi að pissa eða kúka!

 

En við vorum alveg ákveðin í því að kaupa hana eftir að við skoðuðum hana og buðum strax í hana.

 

Fengum íbúðina afhenda í júlí 2017 og erum búin að vera í stöðugum framkvæmdum og breytingum síðan og nú rúmum 2.5 árum seinna erum við loksins hætt, í bili….
Það er bara eitt stórt verkefni eftir og það er að klára skipta um ofnana, 5 stykki eftir (sem eru upprunalegir), en það verkefni fær aðeins að bíða.

 

Það sem við erum búin að gera síðan við fengum afhent:

-nýjar flísar á gólfið í þvottahúsinu
-gerðum baðherbergið fokhelt og græjuðum það frá A-Ö
-létum mála eldhúsið, gluggakisturnar, gluggakarmana, tvo skápa og útidyrahurðina, allt hvítt
-skiptum út flísunum í anddyrinu
-létum setja upp vegg og hurð í stofunni til að græja fjórða svefnherbergið 
-máluðum allt þegar við fluttum inn
-nýjasta verkefnið okkar var geymslan, en það voru engar hillur í geymslunni og hún var bókstaflega á hvolfi. Nú eru komnar hillur og gott skipulag. Excel-Tinna er mjög ánægð með það!
-og alls konar meira “dúllerí” 

 

En ég ætla bara að leyfa myndunum að tala sínu máli núna og setja inn fyrir- og eftirmyndir af íbúðinni. Ég á alveg ótrúlega margar myndir frá öllu ferlinu og mun fleiri en ég set í færsluna, en læt þessar helstu fylgja með.

 

 

Baðherbergi fyrir
Verk í vinnslu.. (búið að skipta um glugga)
Eftir! Erum svo ánægð með þessar breytingar en þetta var eina rýmið í íbúðinni sem var gert fokhelt og allt græjað frá A-Ö.
Annað sjónarhorn
Eldhús fyrir
Verk í vinnslu..
Svona leit eldhúsið út þegar við vorum búin að koma okkur fyrir og græja allt NEMA að mála innréttinguna
Eftir! Við skiptum um bakaraofn, vask, blöndunartæki, borðplötu og helluborð þegar við fengum afhent. Svo létum við mála eldhúsið í fyrra í staðinn fyrir að rífa allt niður því innréttinginn er í fínu lagi. Og þvílíki munurinn, erum ekkert smá ánægð!
Gangurinn/forstofan fyrir. Við vildum mála þennan skáp, skipta um höldur, setja nýjar flísar og mála hurðina hvíta! Og munurinn er geggjaður.
Erum ekkert smá ánægð með þessa breytingu! 🙂
Svona var þvottahúsið. Það var einhver random sturta þar þannig að við tókum allar flísar af gólfinu og settum nýjar og tókum blöndunartækin og settum vask. En flísarnar á veggnum voru í góðu lagi þannig þær fengu að vera.
Eftir! Þetta er mjög basic þvottahús og semí allt í messi, allt eins og það á að vera 😉
Þetta er í fyrsta sinn sem við eigum þvottahús inn í íbúðinni okkar og það er algjör draumur.
Herbergið hennar Elínar Köru fyrir
Og eftir
Svona var herbergið hennar Leu Þóru þegar við fluttum inn (hún var auðvitað ekki til þá þannig við vorum með eitt auka herbergi þangað til hún fæddist)
Síðan breyttum við og ákváðum að setja rúm krakkanna þangað og hafa stærra herbergið sem leikherbergi..
Ooog svona lítur það út núna 🙂
Og þá er það herbergið hans Óla! svona var það fyrst. Svona skot út frá stofuni og þar var ég með make up aðstöðu og svo skrifborð.
Allt að gerast
Eftir
Aldrei of margar ofurhetjur ef þú spyrð mig..
Og þá er það hjónaherbegið!
Tadaaa
Stofan fyrir
Eftir
Enda þetta á að sýna ykkur fyrir- og eftir myndir af geymslunni
Ah hvað það var gott að klára þetta, tók ekki nema 2.5 ár að byrja og EINA kvöldstund að klára!!


Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Ég var í svo langan tíma að gera þessa færslu og koma mér í að taka eftir myndir að ég bara skil ekki eftir hverju ég var að bíða. Þetta er allavega komið núna og mér fanst mjög gaman að gera færsluna og enn skemmtilegra að sjá sjálf breytingarnar á myndum, það er búið að fara ansi mikill tími í þetta, einnig ást, sviti og tár en við erum rosalega ánægð með þetta allt saman!

HÉR getið þið lesið færslu sem ég skrifaði stuttu eftir að við fluttum í íbúðina okkar og sagði frá flutnings ævintýrunum okkar.
HÉR getið þið séð færsluna mína með fyrir- og eftirmyndum af baðherberginu sem við gerðum fokhelt og græjuðum alveg frá A-Ö.

Þangað til næst….

Instagram: tinnzy88

TF

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply