Heimilið Lífið Þórey

Íbúðin fyrir & eftir breytingar

Fyrir jólin í fyrra þá fórum við í framkvæmdir á eldhúsinu í íbúðinni okkar. Það er óhætt að segja að það hafi frekar verið framkvæmdir á allri íbúðinni, ekki bara eldhúsinu!

Við bókstaflega færðum eldhúsið á annan stað í íbúðinni og bættum við herbergi þar sem eldhúsið var áður. Við settum nýtt parket á alla íbúðina, færðum hurðina í þvottahúsið og ég veit ekki hvað og hvað. 

HÉR má sjá myndir og stutta færslu um íbúðina fyrir breytingar.

En við erum svakalega ánægð með breytingarnar og þetta er hreinlega eins og allt önnur íbúð en við keyptum upphaflega. Árið 2016 gerðum við upp baðherbergið (líka rétt fyrir jól haha) og erum mjög ánægð með það líka.

En núna erum við búin að setja íbúðina á sölu (sem er líka alveg týpískt, nýbúin að gera hana alla upp og þá setur maður á sölu) … en svona er lífið og það má breyta! En við ætlum að stækka við okkur svo það er eina ástæðan fyrir því að við ætlum að selja fallegu íbúðina okkar. 

En í linknum sem ég set inn HÉR getið þið séð íbúðina eins og hún lítur út í dag.

perket

 

En ég hef mikið verið spurð út í parketið sem við settum, en við keyptum það hjá Birgisson og við erum ótrúlega ánægð með það. Kemur virkilega vel út að hafa svona ljóst parket, en þó svo það sé svona ljósgrátt er það samt svo hlýlegt og birtir upp heimilið.

íb

Einnig er fronturinn á baðkarinu mikið dásamaður, sem mér finnst ekkert skrítið, hann heppnaðist einstaklega vel og alveg í stíl við spa-fílinginn sem við vildum fá inni á baðherberginu. En hann Andri maðurinn minn smíðaði þetta (en ekki hvað).

 

En þar sem ég mun ekki eiga þessa íbúð mikið lengur þá ákvað ég að skella inn myndum af breytingunum áður en við flytjum;)

Þangað til næst getið þið fylgt mér á Snapchat og Instagram undir: thoreygunnars

ÞÓREY

þórey undirskrift

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply