Afmæli og veislur Börnin Hanna Þóra

Hvolpasveitarafmæli – Allir hvolpar í turn!

Hvolpasveit… hvolpasveit… Þú þarft bara að kalla!

**Færslan er unnin í samstarfi við Kökur og konfekt**

 Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef horft á hvolpasveitina síðustu árin og var heitasta óskin hjá Tómasi mínum að fá Hvolpasveitarafmæli þegar hann yrði loksins 5 ára.

Þar sem ég vissi að þetta yrði þemað í ár var ég lengi búin að safna saman hinum ýmsu munum og skrauti sem myndi passa í þemað.

IMG_20170408_145743

Aðal gotteríisborðið fékk að njóta sín með hvolpasveitarrútuna í aðalhlutverki á miðju borðinu. Það er tilvalið að nýta dótið þeirra sem til er og skapa svo í kringum það.

IMG_20170407_090050

Fallegar glerskálar með loki eru í miklu uppáhaldi hjá mér og gaman að setja fallegt sælgæti í þær.

Einnig veita þær ákveðna hæð á borðið sem kemur vel út fyrir heildarlúkkið.

IMG_20170407_090113

Púðann keypti ég í poundland í skotlandi á 300 kr! , tilvalinn á veisluborðið og svo í herbergið hans Tómasar eftir veisluna.

IMG_20170409_102006

Miðarnir sem ég notaði til að setja á hinar ýmsu skálar eru merki sem ég klippti út af pakkningum af hvopasveitarvarningi, bæði dóti og fataverðmiðum.

Tilvalið að nýta þetta sem annars er bara hent í ruslið.

IMG_20170408_145926
Ég bjó til pom-poms úr servíettum til að líma á veggina og prentaði út loppför til að setja með.

IMG_20170408_091404

Það sem sló algerlega í gegn í veislunni voru þessir súkkulaðisleikjóar.
Ég fékk að gjöf frá  Kökur og Konfekt

Ótrúlega fallegir, gómsætir og glæsilegir á veisluborðið og svo gáfum við krökkunum sleikjó í nesti þegar þeir fóru heim.

Það er hægt að prenta hvað sem er á þá og henta þeir því vel við allskonar tilefni, td brúðkaup sem litla þakkargjöf 😉

IMG_20170407_125432

Ein sæt Píla 🙂

17796306_1241757689272676_2933404261633420888_n
Hvolparnir merktir með nöfnum

 

IMG_20170408_145737
Kakan var mjög einföld í ár og fékk ég líka sykurmassamynd frá Kökur og Konfekt.

Það er svo einfalt að skella myndinni á kökuna og smella smá kremi í kring.

Skemmtilegt að geta merkt kökuna afmælisbarninu.

IMG_20170408_145651
Ég féll algerlega fyrir þessum hvolpasöfum í bónus, fullkomið í þemað 🙂

IMG_20170408_091401

Hvolpakók

IMG_20170408_145654

Drykkjardúnkurinn minn stendur alltaf fyrir sínu. Sódavatn með klökum og sítrónusneiðum slær alltaf í gegn og er sykulaust 😉

IMG_20170408_145614
Ég reyni alltaf að vera með grænmeti eða ávexti í boði og gúrka og gulrót sló í gegn.

IMG_20170408_151726

Það var kominn tími á að prófa eitthvað nýtt í ár og var mexíkóst fyrir valinu að þessu sinni.

Ég sá svo flottar mini tortilla tubs í fjarðarkaup um daginn og langaði að prófa.

IMG_20170408_130044
Ég steikti hakk á pönnu, bætti gulum baunum útí, taco krydd og salsa sósa.

Skellti þessu í ofnfast mót svo hægt væri að hita fyllinguna í ofni þegar fyrstu gestir byrjuðu að mæta.
Svo rétt áður en við sögðum gjörið svo vel skellti ég fyllingunni í mini tortillubátana og setti rifinn ost ofaná.

IMG_20170408_151724

Ég bar þetta svo fram með ostasósu, taco sósu og sýrðum rjóma.

Nýja dorritos-ið lightly salted var æðislegt með.

Þetta hreinlega rauk út og kláraðist allt á núll einni!

 

Þegar afmælið var búið ákvað ég að gefa skrautið áfram ásamt restinni af súkkulaðisleikjóunum.

Gaman að geta glatt annað afmælisbarn með skreytingum og gotteríi 🙂

 

Vonandi getið þið nýtt þessar hugmyndir 🙂
Snappið mitt : Hannsythora

Hanna

 

 

You Might Also Like

2 Comments

 • Reply
  Gudrun
  12. April, 2017 at 2:58 pm

  Gaman að sjá hvað þú gerir flottar skreytingar úr því sem er til t.d. leikföngunum og umbúðum sem væri annars hent. Ég vil alltaf forðast að kaupa mikið af skreytingum sem er svo bara hent. Þetta er ekkert smá flott.

  • Hanna Þóra Helgadóttir
   Reply
   Hanna Þóra Helgadóttir
   12. April, 2017 at 3:08 pm

   Kærar þakkir fyrir 🙂

  Leave a Reply