Beauty Snyrting Þórey

Hvernig færðu naglalakkið til að endast betur?

Það skiptir miklu máli að undirbúa neglurnar vel áður en naglalakk er sett á ef það á að endast vel á nöglunum. Svo hér koma nokkur einföld ráð til þess að undirbúa neglurnar vel fyrir naglalökkunina og gefa því betri endingu!

  • Mjög gott er að byrja á því að sótthreinsa neglurnar með própanóli, það fituhreinsar neglurnar og tekur þar af leiðandi alla húðfitu og óhreinindi af nöglunum.
  • Að bónþjala neglurnar slípar þær, gerir þær áferðafallegri og ekki er verra að bónþjölun eykur blóðflæðið og þar af leiðandi eykst næringarflæði til naglarinnar og þannig styrkjast þær betur. Bónþjalir eru til dæmis kubbar með 4 mismunandi hliðum. Hliðin á kubbunum sem gefur mesta glansinn má nota á hverjum degi.

 

Bónþjalir - kubbar með mismunandi grófleika.

Bónþjalir – kubbar með mismunandi grófleika.

 

  • Setja undirlakk, “base coat” í þunnu lagi og leyfa því að þorna vel.
  • Þá er komið að því að setja naglalakkið sjálft á. Setja skal 1-2 umferðir af litnum á í þunnu lagi. Betra er að gera tvær þunnar umferðir heldur en eina þykka. Að leyfa lakkinu að þorna vel á milli umferða er lykilatriði!
  • Svo þegar lakkið er orðið yfirborðsþurrt þá er nauðsynlegt að nota gott yfirlakk eða „top coat“. Það gefur lakkinu enn betri glans, gerir það sléttara, áferðafallegra og endingin verður mun betri.

Mitt uppáhalds yfirlakk þessa dagana heitir „Gel look top coat“ og er frá Alessandro.

 

11049392_1595937017284735_70781633_n

Þetta yfirlakk gefur “gellakk” áferð og mikinn glans.

Þórey 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply