Lífið Tinna

Hverjum er ekki drullusama hvað öðrum finnst?!?

Okey þið verðið bara að afsaka orðbragðið, ég get verið svoddan sóðakjaftur, en.. þetta er eiginlega mitt lífsmottó.. það er bara þannig! 🙂

Ég hef lengi hugsað um að skrifa þessa færslu en ég vissi ekki hvernig ég ætti að plana hana en síðan komst ég að þeirri niðurstöðu að ég held að það sé bara best að setjast niður og byrja að skrifa, sem er eitthvað sem ég geri nú oftast og það byrjar bara allt að flæða.

En þannig er mál með vexti að mér finnst það svolítið einkennandi í dag að vera með lélegt sjálftraust og fólk spáir alltof mikið í því hvað öðrum finnst. Mér finnst þetta sérstaklega einkennandi hjá ungum stelpum og konum!

Mér finnst svo algengt að fólk sé mikið að velta sér upp úr því hvað Siggi eða Magga eða Palli eða bara hver sem er sagði og láta svoleiðis hluti skemma fyrir sér daginn.

Mamma var alltaf að tyggja þetta endalaust ofan í okkur systkinin þegar við vorum lítil að vera ekki neitt að spá í því hvað öðrum finnst. Ef bróðir minn fór t.d. í jakka í skólann sem krökkunum fannst ljótur þá var þetta voðalega einfalt mál. Hann fór bara ekki úr þessum jakka og fór í hann í skólann á hverjum degi og þá á endanum sáu krakkarnir að það þýddi ekkert að stríða honum því honum var slétt hvað öðrum fannst um þennan blessaða jakka sinn
( kannski var hann forljótur, en ég meina hverjum er ekki sama, þetta var hans jakki 😉 ).
Ég viðurkenni að ég man vel eftir því að hafa hugsað að ég kæmist aldrei á þann stað að vera sama hvað öðrum finnist um mig..

Mér finnst sjálfsmat stelpna svo oft vera þannig að þær eru alltaf að spá í því hvað er í tísku, hvað öðrum finnst flott að gera, nota, kaupa o.s.frv. Ég ætla að reyna eins og ég best get að tyggja endalaust ofan í mín börn að þau eigi að gera, nota og kaupa það sem ÞEIM finnst flott, EKKI það sem er í tísku (tíska = það sem öðrum finnst flott.. eða hvað?)

Ég þoli ekki að þetta skuli vera svona, t.d. ef einhver strákur sér sjúklega flottan bleikan jakka þá myndi hann eflaust ekki kaupa hann því honum yrði strítt, þannig að öllum líkindum kaupir hann frekar einhvern “stráka” jakka sem honum finnst ekki jafn flottur..bara svo honum verði ekki strítt! En sem betur fer er þetta að breytast með bleikt og blátt.. finnst margt í þeim málum hafa skánað til muna undanfarin ár og ekki jafn “hallærislegt” þegar stelpur eru í bláu og strákar í bleiku.
Tek það samt alveg fram að ég alveg elska bleikan og reyndar þá á ég persónulega ekkert blátt haha..en það kemur þessari bleikt og blátt umræðu ekkert við. Ef stelpan mín vil bláa peysu þá að sjálfsögðu fær stelpan bláa peysu, myndi aldrei stýra börnunum mínum á einhvern lit sem mér finnst flottari.

Ef að ég frétti eitthvað um mig, t.d. að einhverjum út í bæ finnst ég feit, ljót, asnaleg, fíluleg…bara name it..mér er ALVEG sama! Ég er bara búin að læra það í gegnum árin (trúið mér það var ekkert auðvelt að komast yfir á þetta viðhorf en það er vel hægt) að það borgar sig nákvæmlega ekki neitt að vera spá í því hvað öðrum finnst um mig. Þegar ég var yngri var ég MJÖG viðkvæm og það gat tekið mig marga daga að velta einhverju fram og til baka sem t.d. einhver “vinkona” mín sagði um mig við aðra vinkonu mína (er bara að taka dæmi) og ég tók því mjög nærri mér. En svo einn daginn ákvað ég að hætta að taka öllu svona inn á mig og nærri mér. Ef einhver vinkona mín er að tala illa um mig, þá er hún einfaldlega ekki vinkona mín og þá er ég bara better off! 🙂 Betra að eiga fáa vini sem eru gerðir úr gulli frekar en marga úr plasti.

Svo er það annað.. kjaftasögur.. ó boy. Ég hef sko heyrt alls konar sögur um mig út í bæ. Meðal annars kveikti ég í flest öllum RÁNDÝRU merkjavörufötunum sem fyrverandi kærastinn minn átti. Er ég ekki klikkuð?!?! ….já þannig er mál með vexti að hann átti einar nærbuxur hjá mér.. og já ég kveikti í þeim. Nota bene ég var 18 ára og ég skammst mín ekkert fyrir það að hafa kveikt í þeim, en rétt skal vera rétt, þetta voru EINAR nærbuxur! 😉 En fólk talar, fólk ýkir, það er bara þannig og það veit enginn sannleikann um sjálfan sig nema maður sjálfur 🙂

Ég held að lykillinn af því að vera með gott sjálfstraust sé að vera drullusama hvað öðrum finnst og elska sjálfan sig eins og maður er. Það geri ég allavega 🙂 Ég er alveg með nokkur kíló sem mig langar að losa mig við, ég er með risa ör á lærinu eftir að það kveiknaði í mér, ég er tileygð, ég er með smá slit á maganum eftir meðgöngurnar og ég er með keisaraör. Ég gæti talið endalaust áfram en fólk þylur einmitt oftast upp “gallana” sína frekar en kosti, en ég er bara fullkomin eins og ég er og ég get alveg talið upp helling af kostum við mig: ég er skemmtileg, samviskusöm, nett klikkuð, jákvæð, hamingjusöm, dugleg….O.S.FRV! 🙂 Ég var með ömurlegt sjálfstraust í mörg ár og ákvað að taka mig á og breyta hugarfarinu mínu og ég er á svo allt öðrum stað í dag að þetta er ekki sambærilegt.

Jæja, þið náið pointinu. Ég veit þetta er sjúklega væmið en, hamingjan kemur innan frá, það er bara svoleiðis! Það getur engin gert þig hamingjusaman nema ÞÚ, og ef þú ert hamingjusöm/samur, þá geta aðrir gert þig enn hamingjusamari 🙂

Hættum að spá í því hvað öðrum finnst og elskum okkur sjálf!
Pís out <3

tf

You Might Also Like

2 Comments

 • Reply
  Þóra Þórisdóttir
  21. December, 2016 at 1:36 pm

  Amen! Og þú ert æði eins og þú ert <3

 • Reply
  María Úlfarsdóttir
  22. March, 2017 at 11:51 pm

  Vá hvað þetta er góður pistill hjá þér! <3

 • Leave a Reply