Beauty Förðun Makeup Þórey

Hvað er primer?

Þar sem ég sýni oft farðanir og kem með ýmis förðunarráð á snappinu mínu fæ ég þar af leiðandi allskonar spurningar varðandi makeup. Sem mér finnst æðislegt!!! Ég elska þegar mínir fylgjendur leita til mín og læra af mér.

Ég fékk til dæmis ósk frá einum fylgjanda mínum um að gera færslu um hvað PRIMER sé. Og auðvitað græja ég það bara:)

Komum okkur nú að efninu…

Hvað er primer?

Primer er í raun grunnur sem við setjum á húðina áður en við setjum á okkur farða, til þess að gera hana áferðafallegri. En tilgangur primera er misjafn og ætla ég að telja upp nokkur atriði sem primerar gera:

  • fylla í húðholur
  • jafna húðlit
  • gefa ljóma
  • hafa mattandi áhrif og minnka svitamyndun
  • draga úr fínum línum
  • gera farðann áferðafallegri

Þannig að það er í raun þannig að þú verður svolítið að ákveða hvaða áhrif þú vilt fá út úr primernum áður en þú ákveður hvaða primer þú vilt kaupa/nota.

En primer kemur ekki í staðinn fyrir dagkremið þitt, þú setur fyrst á þig dagkremið, næsta skref er primerinn og svo kemur farðinn.

Hvernig er best að setja á sig primer?

Það er yfirleitt best að nota fingurna (vel sótthreinsaða að sjálfsögðu), því þannig hitum við upp primerinn og drögum þannig fram virknina í honum.

Ég nota sjálf ekki mikið af primer þessa dagana, vegna þess að mér finnst það ekki alveg henta með andlitsolíunni sem ég er að nota mikið núna. Ég gerði einmitt bloggfærslu um þá vöru og hana má finna HÉR. Hún er í raun minn primer og gefur húðinni fallegan ljóma. En ég nota primer samt sem áður á viðskipta vini mína sem ég farða og vel þá primer út frá húðgerð, áferð húðar og eftir hverri og svo framvegis.

En það er einn primer sem ég hef elskað og notað mjög mikið og hann er ekki þessi venjulegi kremaði primer. Varan heitir Photo Finish Primer Water frá Smashbox og er í spreyformi. Hann gefur góðan raka og mér finnst húðin alltaf frískleg þegar ég spreyja þessu á andlitið. Þetta er snilldar vara sem er svona 2 in 1, getur notað hana undir og yfir farðann. Ég hef keypt þennan primer sjálf bæði í Hagkaup og á Lipurtá snyrtistofu.

sbx_sku_60679_875x773_0

Mæli með!

Ég mæli svo hiklaust með að fá aðstoð í búðunum sem þið verslið í og fáið ráðleggingar hvað myndi henta ykkur vel:)

Þangað til næst…

THOREYGUNNARS

THOREYGUNNARS

þórey undirskrift

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply