Lífið Þórey

Hvað ef mér mistekst?

Í haust byrjaði ég í háskólanámi (fjarnámi) með vinnu. Áður en skólinn byrjaði fór ég í algjört kvíðakast yfir þessu, myndi ég geta þetta? Það er náttúrlega hálfgjört brjálæði að skrá sig í 100% háskólanám með fullri vinnu, heimili, tvö börn, mann og allt það..

Ég byrjaði samt að brjóta mig niður áður en námið hófst. Fór að hugsa hvað ég yrði nú glötuð ef ég myndi ekki geta þetta allt saman. Ef ég myndi nú segja öllum frá því að ég væri byrjuð í námi og hvað það yrði nú hallærislegt ef ég myndi síðan hætta. 

Okei hér segi ég hingað og ekki lengra!

Sem betur fer þá hef ég unnið mikið í sjálfri mér, leitað til sálfræðings og farið í gegnum meðferðir hjá henni. Sem betur fer hef ég lært að henda kvíðanum frá mér þegar hann mætir á svæðið. Sem hann gerir reglulega, en þá þarf ég að vinna bug á honum strax!

Þessi færsla mín er samt ekki beint um það hvernig ég tækla kvíðann minn sem slíkann en það sem ég vil segja við þá sem hafa hugsað svipað og ég og byrjað að rífa sig niður út af brenglaðri hugsun um okkur sjálf… ÞAÐ SKIPTIR BARA ENGU MÁLI ÞÓ ÞETTA TAKIST EKKI!

Við erum ekki ofurkonur eða ofurkarlar!!! Við erum manneskjur sem reynum að lifa af í samfélagi nútímans. Stundum tekst manni bara ótrúlega vel til og stundum ekki. Ég þurfti algjörlega meðvitað að taka mig saman í andlitinu og segja við sjálfan mig að það væri bara allt í lagi þó þetta myndi ekki takast og að það skiptir engu máli hvað öðrum finnst. 

 

Það gerist nákvæmlega EKKERT ef mér mistekst, fell í einhverju eða hætti á miðri leið. Það versta sem gerist er…? Það besta er að ég hef samt lært eitthvað á þessu 🙂

Eitt sem hefur fylgt mér síðan ég byrjaði að skoða hugræna atferlismeðferð (HAM) er ótrúlega góð aðferð til þess að henda kvíða eða slæmum hugsunum í burtu:

Hugsunin sem veldur þér kvíða

Ímyndaðu þér að þú setjir þessa hugsun inn í blöðru

Þú slærð blöðrunni frá þér

Ef hugsunin kemur aftur þá slærðu blöðrunni aftur í burtu

og aftur…

og aftur…

Þessi einfaldi hlutur hefur allavega hjálpað mér… vonandi getur þetta líka hjálpað þér <3

 

Að lokum vil ég segja að við erum nóg, við gerum bara okkar besta og ef það mistekst… skítt með það! Þá stöndum við bara upp og höldum áfram.

Góða helgi og munið að njóta  <3

þórey undirskrift

ÞÓREY

You Might Also Like

1 Comment

  • Reply
    Þórey hefur barist lengi við kvíða: „Við erum manneskjur sem reynum að lifa af í samfélagi nútímans“ – DV
    14. September, 2018 at 6:51 pm

    […] Færslan er skrifuð af Þóreyju Gunnarsdóttur og birtist upphaflega á Fagurkerar.is […]

  • Leave a Reply