Afmæli og veislur Bakstur Hanna Þóra Heilsa Matur

Hollustukúlur sem slá í gegn!

Ég var svo heppin að fá að prófa nýjar hollustukúlur sem voru að koma á markað hér á landi sem eru ómótstæðilegar og sýndi frá því á snapchatti okkar Fagurkera 🙂

Þessar kúlur eru með því einfaldasta sem hægt er að gera en einungis þarf að bæta við hálfum desilítra af vatni út í pokann og búa til kúlur úr mixinu 🙂

Ég velti kúlunum upp úr kókosmjöli sem gefur bæði gott bragð og þær verða svo flottar svona snjóhvítar og bleikar í bland.

Í bleiku kúlunum eru rauðrófur, sólblómafræ, kanill og kardimommur sem er mjög góð blanda og eru þær bæði lífrænar og vegan

Rauðrófur eru ofurfæða sem er sífellt að verða vinsælli enda stútfullar af góðum efnum fyrir líkamann.
Einnig er hægt að nota mixið út á graut

 

IMG_20170323_132530

Voila! 🙂

 

Þetta kúlumix er líka til með súkkulaðibragði og inniheldur þá ma. hrákakó og kókos
Saumaklúbburinn á eftir að elska þessar!

IMG_20170323_133339

 

Vörurnar fást í Hagkaup og Blómavali

Verði ykkur að góðu 🙂

 

Hanna

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply