Ég er að reyna að koma mér aftur í gang eftir mikla vinnu og skóla törn. Það sem ég ætla að byrja að gera er að borða morgunmat á hverjum degi. Ég er mjög hrifin af chia graut en ég verð að gera möndlumjólkina sjálf, finnst grauturinn ekki eins góður með möndlumjólk sem ég hef keypt út í búð.
Möndlumjólk
1dl möndlur
3-4 dl vatn
smá hrein vanilla
1-2 döðlur til að sæta
Það er mikilvægt að láta möndlurnar í bleyti í svona 4 tíma allavegana, lang best ef það er möguleiki að láta þær lyggja yfir nótt. Þeim er svo skellt í blandara með 3-4 dl af vatni, fer alveg eftir því hvað þið viljið hafa mjólkina þykka. Döðlum er aðeins bætt við til þess að sæta, sjálfri finnst mér það óðarfi.
Möndlumjólkin geymist í ísskáp í lokaðri krukku í 4-5 daga.
Chia grautur
1/4 bolli chia fræ
1bolli möndlumjólk
dass af hreinni vanillu
Chia fræunum er blandað saman við möndlumjólkina og látin standa í um 10 mín. Gott að hræra einstaka sinnum á meðan. Á meðan sker ég niður epli og nokkur jarðaber og grauturinn er klár.
Auðveldur, næringarríkur og sjúklega góður.
Njótið vel.
Þið finnið mig á snapchat: siggalena & instagram: siggalena
No Comments