Hanna Þóra

Heitt After eight súkkulaði – Jól í bolla

After Eight minnir mig alltaf á jólin og barnæskuna en ég elska þessar plötur og hef alltaf gert.

Nú þegar kallt er í veðri og jólin nálgast er tilvalið að útbúa þennan yndislega súkkulaðidrykk.

IMG_20171130_141137

Uppskriftin er einföld:

Mjólk að eigin vali

Suðusúkkulaði

After Eight plötur

Rjómi

Ég mæli mjólkina í þeim bolla sem ég ætla að drekka úr og fæ þannig fullkomið magn af heitu súkkulaði þegar allt er tilbúið

Ég set 6 teninga af suðusúkkulaðiplötunni í blönduna fyrir einn bolla og 2-3 plötur af After Eight.

Rjómi og ein plata af After Eight til að skreyta með og nota sem skeið fyrir rjómann
IMG_20171130_141125

Gleðilega aðventu 🙂

IMG_20171130_141120

…ps. Þið finnið mig á snapchat – Hannsythora

Hanna

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply