Barnatíska Tinna

Heimsins bestu stutterma samfellurnar

Mig langar að sýna og segja ykkur frá mínum allra uppáhalds stutterma samfellum. Ég er búin að kaupa alveg örugglega flest allar týpur sem í boði eru og einu stutterma samfellurnar sem mér finnst virkilega vera að gera sig eru þessar frá Name it.

Þessi færsla er ekki kostuð, mig bara hefur lengi langað að koma því á framfæri hvað ég elska þessar samfellur og finnst þetta vera fullkomið tækifæri.

Ég keypti þær fyrst þegar ég var ólétt af Óla Frey árið 2013 og hef átt þær í bland við margar aðrar tegundir. Þessar sem ég kaupi eru svo þægilegar upp á það að gera að auðvelt er að hafa barnið í öðru yfir samfellunni og hlýrarnir eru ekkert að flækjast fyrir því þeir fara ekki niður fyrir axlirnar.

15319053_10154226715719422_1468954499241333225_n

Þær eru ótrúlega flottar og eru mjög ódýrar að mínu mati, koma þrjár saman í pakka á 2.490 krónur 🙂

Óli minn er hættur að nota samfellur, enda að verða þriggja ára í desember en Elín Kara notar alltaf stutterma samfellur innanundir sín föt og náttföt, hún er að verða 14 mánaða en ég tók 80 núna á hana sem er 9-12 mánaða. Óli var alltaf akkúrat í stærðum sem passaði við hans aldur en Elín Kara er meiri písl og ég vildi frekar taka samfellur sem smellpassa frekar en að hafa þær of stórar 🙂

Þær eru svo ótrúlega flottar, ódýrar og þægilegar ( mjög auðvelt að klæða barnið úr og byrja að ofan ef það er kúkasprengja sem fór út um allt 😉 )

15178046_10154226715944422_4162265950979412083_n

Dúllan mín ánægð með poppkexið og nýju samfelluna 😉

Langaði bara að segja ykkur frá því hvað ég er ánægð með þessar samfellur og get eiginlega lofað ykkur því að það er ekki hægt að verða fyrir vonbrigðum 😛

 tf

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply