Diy Heimilið Hrönn Lífið Þrif

Heimilisskipulagið mitt

Ég er mjög oft að sýna frá heimilisskipulaginu mínu á Snapchat og ég nota alveg rosalega mikið SKUBB kassana frá IKEA í allskonar skipulag. Það eru alltaf svo margir sem eru að spurja um SKUBB kassana að ég ákvað að sýna aðeins betur hvað er hægt að nota þessa bráðsniðugu kassa í. Þetta er ekki dulin IKEA auglýsing, ég bara ELSKA þessa SKUBB kassa aðeins of mikið ! Það er að sjálfsögðu líka mjög mikilvægt að eiga svona fína merkivél til að merkja nú allt skipulagið. Núna er hægt að kaupa svona merkivél á frábæru verði í Costco svo ég mæli með því að skipulagsþyrstir lesendur skelli sér í Kauptúnið og slái tvær flugur í einu höggi – IKEA og Costco.

Screen Shot 2017-09-28 at 08.23.15 

Það eru til margar týpur af SKUBB en þeir eru bæði með allskyns geymslukassa og box og eins eru þeir með fatapoka, hangandi hirslur í fataskápa og þvottakörfur. Ég nota mest alla geymslukassana þeirra og boxin og ég er held ég með SKUBB í hverju einasta herbergi í húsinu. Ég skellti mér í IKEA í gær af því mig vantaði að sjálfsögðu fleiri SKUBB kassa og tók í leiðinni nokkrar myndir. 

FullSizeRender-15 FullSizeRender-14 FullSizeRender-13 FullSizeRender-11 FullSizeRender-12 

Í barnaherberginu:

Í herberginu hennar Emblu nota ég SKUBB kassana til að halda skipulagi í kommóðunni hennar. Þar nota ég SKUBB kassa sem koma 6 saman í pakka, 3 mismunandi stærðir og 2 kassar í hverri stærð. Þetta eru líklega þeir SKUBB kassar sem ég nota hvað mest en ég vil ekki vita hvað ég er búin að kaupa marga svona pakka í IKEA haha. Þá er ég líka með SKUBB kassa með mörgum litlum hólfum í einni skúffunni í kommóðunni en þessir kassar eru algjör skipulagssnilld. Eins er ég með stóra lokaða kassa fyrir föt sem eru orðin of lítil og geymi inní fataskáp. Lokuðu renndu SKUBB kassarnir eru sérhannaðir þannig að þeir smellpassa inní PAX fataskápana frá þeim og eru þeir til í nokkrum stærðum þannig að þeir passa inní allar stærðinar af PAX skápunum. 

Screen Shot 2017-09-28 at 09.23.09Screen Shot 2017-09-28 at 09.23.31Screen Shot 2017-09-28 at 09.24.16

FullSizeRender-30FullSizeRender-28FullSizeRender-29FullSizeRender-27

Í herberginu hans Gizmó voffa:

Í heberginu hans Gizmó er ég með KALLAX hillu sem er með 4 hólfum og stóru opnu SKUBB boxin smellpassa í hólfin á hillunni. Þarna geymi ég matinn hans í einu boxi, fötin hans í öðru, leikföng í því þriðja og svo reyndar geymi ég hælaskó frá mér í fjórða boxinu. Þetta er snilld t.d. í barnaherbergið ef ykkur vantar ódýra kassa til að skella inní svona hillu. Það er handfang framaná kassanum sem gerir það auðveldar fyrir litlar hendur að draga kassann út.

Screen Shot 2017-09-28 at 09.23.44 FullSizeRender-26

Í svenherberginu:

Í svefnherberginu okkar erum við með slatta af SKUBB kössum í fataskápunum. Bæði er ég með skókassana frá þeim undir alla mína hælaskó og svo er ég líka með sömu stóru lokuðu kassana og inni hjá Emblu undir föt frá okkur sem eru notuð sjaldan eða bara á ákveðnum tímum árs, eins og t.d. golfföt, sólarföt og mjög hlý föt. Þá er ég með þessa kassa í efstu hillunni í fataskápnum og næ svo bara í þá eftir þörfum. Í skúffunum í fataskápnum flokka ég svo nærföt, sokka, sokkabuxur og slíkt með litlum SKUBB kössum sem koma 6 saman í pakka. Þessir kassar eru líka hannaðir í þeirri stærð að þeir smellpassa í skúffurnar í PAX fataskápunum.

FullSizeRender-32FullSizeRender-33FullSizeRender-34

Á baðherberginu:

Inni á baði nota ég líka SKUBB kassa en þar nota ég þá ofaní skúffur og inní skápa í baðinnréttingunni. Ég er með SKUBB kassa með mörgum litlum hólfum í einni skúffunni til að flokka allskonar snyrtivörur og dót. Eins er ég með nokkra SKUBB kassa sem koma 6 saman í pakka í baðskápnum og er með í þeim t.d. lyf , krem, snyrtitöskur og hárvörur.

FullSizeRender-31

Í eldhúsinu:

Í eldhúsinu er ég að sjálfsögðu líka með SKUBB kassa en þar er ég mest með þessa sem koma 6 saman í pakka. Ég nota þá til að geyma eldhúsrúllur, sykurmassa, auka morgunkorn, þurrmjólk , skvísur og grauta frá Emblu, bökunarvörur, plastbox og bara allskonar sem þarf að flokka og skipuleggja. Eins er ég með einn SKUBB kassa með mörgum litlum hólfum í einni skúffunni þar sem allt matardótið hennar Emblu er, eins og stútkönnur, diskar, bollar, box fyrir maukmat, smekkir og slíkt.  Ég er svo líka með SKUBB kassa með hólfum til að skipuleggja allt bökunar og skreytingardótið mitt en það er þvílíkt þægilegt að vera með það svona skipulagt. Ekkert meira pirrandi en að vera að baka og vanta eitthvað og þurfa að róta í stórum kassa til að leita að því – svona er þetta mun aðgengilegra. 

FullSizeRender-17FullSizeRender-16FullSizeRender-18FullSizeRender-19

Í forstofunni:

Í forstofunni er ég með skókassana frá SKUBB en þeir eru algjör snilld til að koma smá skipulagi á skóna í forstofuskápnum. Ég þoli ekki þegar allir skórnir liggja í hrúgu í botninum á skápnum eða eru allir ofaná hvor öðrum. Við erum ekki með nógu stóra forstofu til að vera bæði með fataskáp og skóskáp og því vantaði mig einhverja leið til að koma öllum skónum inní fataskáp án þess að allt færi í rugl. Ég ákvað því að kaupa helling af skókössum frá SKUBB en þeir koma 4 saman í pakka og raða þeim í skápinn. Þannig kom ég helling af skópörum fyrir án þess að allir skórnir þyrftu að liggja ofaná hvor öðrum og allt væri í rugli. Ofaná skápnum er ég svo með 2 stóra opna kassa frá SKUBB en þeir koma í 2 stærðum og ég er þarna með stærri týpuna, annar er með skóm sem eru mjög sjaldan notaðir og hinn er með þykkum vetrardúnúlpum af því þær taka rosalega mikið pláss í skápnum og eru bara notaðar rétt yfir háveturinn.

Screen Shot 2017-09-28 at 09.24.01Screen Shot 2017-09-28 at 09.27.43 

FullSizeRender-20FullSizeRender-21

Í þvottahúsinu:

Í þvottahúsinu er allt stappað af SKUBB kössum. Ég er með efri skápa og þeir eru allir fullir af SKUBB kössunum sem koma 6 saman í pakka. Ég nota kassana til að flokka þrifaefni, þvottaefni, ryksugupoka, áfyllingar á sápur og sturtusápur, auka hreinlætisvörur, gufugæjann minn og bara allt sem þarf að skipuleggja í þvottahúsi. Ég er svo með einn stærri opin kassa með handfangi sem ég er með öll þrifaefnin mín í en ég geymi upprunalegu brúsana þar og fylli svo á litlu IKEA brúsana mína eftir þörfum.Eins er Sæþór með öll íþróttafötin sín í þvottahúsinu og þar nota ég SKUBB kassa til að flokka í sundur buxur, boli, nærföt, sokka og skó. Í neðri skúffunum í þvottahúsinu er ég líka með SKUBB kassa til að flokka klósettpappír og eldhúsrúllur.

FullSizeRender-22FullSizeRender-23

 

Í borðstofunni:

Í borðstofunni er ég með skáp þar sem ég geymi allskonar tengt borðstofuborðinu og borðhaldi, eins og dúka, servíettur, kerti, aukaborðbúnað, aukahnífapör og jólaborðbúnað og þá er mjög þægilegt að nota SKUBB kasssana til að skipuleggja það allt.

 FullSizeRender-25

Í geymslunni:

Í geymslunni er ég með helling af stærstu opnu SKUBB kössunum og í þeim er ég með flokkað allskonar dót sem ég nota of mikið til að hafa það í bílskúrnum en of lítið til að ég vilji hafa það inní skápum og skúffum inní húsi. Ég er með útivistarföt fyrir okkur Sæþór bæði, veiðigræjurnar hans Sæþórs, öll spil og púsl, allar töskur frá okkur báðum og svo er ég með alla stóra bakka fyrir eldhúsið sem ég nota þegar ég er með veislur. Ég er líka með 2 minni opnu SKUBB kassana, annan fyrir alla gjafapoka í öllum stærðum og gerðum og hinn fyrir millistykki og þær rafmagnssnúrur sem við þurfum stundum að grípa í.

FullSizeRender-24

Fyrir ferðatöskuna:

Ég nota líka SKUBB kassa þegar ég er að pakka í ferðatöskur þegar við förum erlendis en SKUBB kassarnir sem koma 6 saman í pakka eru algjör snilld ofaní töskuna og smellpassa ofaní svona meðalstóra tösku.

Ég er þá með fötin öll flokkuð og brotin saman í svona kössum, nærföt, sokka, buxur, boli, peysur o.s.frv. og svo raða ég þeim ofaní töskuna þegar ég er búin að fylla þá. Þetta er sérstaklega hentugt þegar farið er í styttri ferðir þar sem enginn tími eða þörf er á að taka uppúr töskunum. Þá er þetta frábær leið til að koma í veg fyrir að öll fötin í töskunni fara bara í hrúgu sem þú þarft að grafa í gegnum á hverjum morgni. Með þessu skipulagi ertu með mjög góða yfirsýn yfir hvað þú ert með. Ég byrja á því að setja stórar peysur, jakka og handklæði í botninn á töskunni og svo raða ég SKUBB kössunum ofaná. Ef þetta skipulag hentar illa á leiðinni heim er minnsta málið að leggja þessa kassa saman en þeir eru bara renndir í botninum svo það er ekkert mál að leggja þá saman og svo eru þeir alveg fisléttir og þá má setja inní lokið á töskunni. Ég hef því miður gleymt að taka myndir af þessu skemmtilega töskuskipulagi en ég skal setja hana hérna inn næst þegar ég þarf að pakka í tösku.

Screen Shot 2017-09-28 at 09.23.22

Endilega fylgist með mér á snapchat ef þið hafið áhuga: hronnbjarna

 

hronn

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply