Hanna Þóra Matur

Heimagerðar Sætkartöflufranskar

Ég er rosalega hrifin af sætum kartöflum og allskonar réttum og meðlæti sem hægt er að græja úr þeim. Sætkartöflufranskar passa svo vel með allskyns kjötréttum, hamborgurum eða einar og sér og hér er skotheld uppskrift af heimgerðum sætkartöflufrönskum sem allri geta gert!

Uppskrift

Byrjum á því að flysja sæta kartöflu í þeirri stærð sem hentar fyrir fjöldann og skera niður í franskar.
IMG_20170917_162802

Galdurinn liggur svo í kryddblöndunni!

Kryddblanda

Hálfur dl olía eftir smekk (td. ólífu eða avocadó).

1 msk Maldonsalt

1 tsk paprikuduft

1 tsk hvítlauksduft
1 msk fersk frosin steinselja ( fæst í frystinum í bónus og hagkaup td).

Best er að taka stóra skál og blanda kryddinu öllu saman í hana og hræra vel og bæta svo frönskunum útí og hræra þar til allt er vel blandað.

IMG_20170917_163442

 

Setja kartöflurnar á plötu með bökunarpappír og inní ofn á 200 gráðum í ca 30 mín á blæstri. Fylgjast vel með og snúa þeim þegar þær eru hálfnaðar.

IMG_20170917_173905

Og voila! Gómsætar franskar á stuttum tíma sem allir elska

Þangað til næst

Hanna
ps. þið finnið mig á snapchat – Hannsythora

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply