Hanna Þóra Matur

Heimagerð Marinara sósa fyrir pasta, pizzur og brauðstangir

Ég var á dögunum að segja frá frábæru Marinara sósunni, sem maðurinn minn á heiðurinn af, á snapchatti Fagurkera og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

Við höfum mallað þessa sósu reglulega síðan við byrjuðum að búa fyrir um 6 árum síðan og eigum þessa sósu alltaf til í frystinum í hæfilegum skömmtum og notum alltaf þegar við gerum pizzu, pasta, lasagne, gúllassúpu, brauðstangir eða hvað sem okkur dettur í hug sem hún gæti passað með.

Þetta einfaldar matargerðina svakalega þegar allir eru þreyttir og svangir á virkum dögum eftir vinnu, skóla og leikskóla og slær alltaf í gegn og við alveg elskum að dekstra við sósugerðina á einhverjum góðum sunnudegi þar sem hún má bara malla á hellunni allan daginn.

Það sem þarf í sósugerðina :

14087707_10153834823353008_2138446596_o

4 dósir af tómötum
3 dósir af tómatpúrru
Ólífuolía
Krydd ( salt,pipar,hvítur pipar, oreganó,steinselja, basilíka,paprika)

Hefjumst þá handa með flottan 4 ára aðstoðarkokk. Við reynum að leyfa börnunum að fylgjast með því sem hægt er og er ekki hættulegt í eldhúsinu.

14101843_10153834799563008_342584090_n

Byrjum að setja smá af olífuolíu í pott og sjóða tómatpúrruna aðeins fyrst. Það nær úr þessu beiska bragði sem er af tómatpúrrunni.

14080847_10153834832768008_1244537926_n

Þennan dósaupptakara keyptum við í bandaríkjunum og hann er æði. Ýtir á einn takka og hann sér alveg um að opna dósirnar fyrir þig 🙂

14081045_10153834836998008_1768767184_n

Skellum tómötunum í nutribullet tækið ( einnig hægt að setja þá í matvinnsluvél) og þeim er svo bætt út í sósuna og þessu leyft að malla saman eins lengi og þið viljið.

14088905_10153834795848008_1444408017_n
Við kryddum með þessum kryddum og svo er maður allan daginn að smakka til, þetta er auðvitað smekksatriði.

Við vorum með okkar á hita í um 3 klukkutíma, slökktum svo undir og leyfum henni að kóla í pottinum á hellunni fram á kvöld.

14114741_10153834795118008_2122620068_o

Þegar börnin voru sofnuð um kvöldið hjálpuðumst við að og vigtuðum sósuna í zip lock poka til að setja í frystinn.
Við miðum við 175 grömm í hvern skammt sem dugar fínt fyrir 4 manna fjölskyldu td í hakk og spagettí eða á 2 pizzabotna.

320 grömmin eru svo ætluð í stórt lasagne eða álíka matargerð.
Við náðum semsagt 12 venjulegum skömmtum út úr uppskriftinni sem dugar þá í ca 3 mánuði 🙂

Hanna

You Might Also Like