Húðumhirða Snyrting Þórey

Hefur veðráttan áhrif á húðina þína? Hér eru nokkur góð ráð!

Nú er aðeins farið að kólna í veðri og margir farnir að finna mun á húðinni. Í veðrabreytingum eins og nú, þegar kuldinn er farin að læðast að okkur þá finnum við oft á tíðum fyrir miklum þurrki í húðinni.

Hér ætla ég að koma með nokkur góð ráð til að koma í veg fyrir að við hreinlega skrælnum í húðinni. 

  • Dagleg húðumhirða er nauðsynleg. Öll kvöld þarf að hreinsa (í burtu óhreinindi sem að safnast hafa fyrir í amstri hversdagsins) óhreinindi dagsins af húðinni. Og á morgnana er einnig mikilvægt að hreinsa burtu óhreinindin sem safnast hafa á húðina yfir nóttina. Mjög gott er svo að nota andlitsvatn til þess loka húðholum og undirbúa hana betur fyrir daginn. Mörg andlitsvötn eru góðir rakagjafar svo þetta einfalda skref í húðumhirðu getur gert heilan helling.

 

  • Djúphreinsa þarf húðina 1-2 sinnum í viku. Djúphreinsa þekkja margir sem kornaskrúbba. Einnig eru til ensím djúphreinsar sem innihalda engin korn og henta oft betur fyrir þá sem eru með mjög viðkvæma húð. Það sem djúphreinsir gerir er að hann fjarlægir dauðar húðfrumur af yfirborði húðar, þannig fjarlægjum við yfirborðsþurrkinn og opnum húðina svo að krem og maskar sem við setjum á okkur komast betur inn í húðina og gera þar af leiðandi meira gagn.

 

  • Gott er að eiga góðan rakamaska til að nota tvisvar sinnum í viku, jafnvel oftar ef þurrkurinn er mikill. Marga rakamaska má til dæmis sofa með.

 

  • Nota gott rakakrem. Það er algjört lykilatriði eftir daglega hreinsun að næra húðina vel með góðu kremi sem hentar þinni húðgerð. En flest rakakrem ættu að henta öllum því þau eru yfirleitt í léttari kantinum.

Það er líka nauðsynlegt að fá ráðleggingar við val á húðvörum og þá mæli ég algjörlega með því að dekra aðeins við sig og panta sér tíma í andlitsbað á snyrtistofu og fá þar húðgreiningu hjá snyrtifræðingi og ráðleggingar um húðumhirðu og val á kremi og hreinsivörum.

 

Það er eitt krem sem ég get 100% mælt með þar sem ég hef prófað það sjálf núna í að verða mánuð. Þetta krem hentar öllum húðgerðum og er rakakrem sem kæmi sér að góðum notum fyrir alla á þessum árstíma. Kremið sem ég er að tala um heitir Hydrating cream og er frá Blue Lagoon.

7C3A6618-5238-44F5-9134-4B6BC17EB1C7

2CCA329C-6628-4BCC-A545-E58DFCEDA1C9

Rakagefandi krem sem inniheldur steinefnaríkan jarðsjó Bláa Lónsins. Viðheldur rakajafnvægi húðarinnar og gefur henni líflegra yfirbragð.

 

Þetta er nýtt krem frá Blue Lagoon og er mun léttara en önnur krem frá þeim, þannig að fyrir ykkur sem viljið hreint rakakrem og eruð til dæmis með feita húðgerð þá er þetta krem algjört æði.

Þó svo að ég vinni hjá Blue Lagoon Spa þá er þetta ekki auglýsing, ég keypti mér þetta krem sjálf og er alveg ótrúlega ánægð með það og langaði að deila því með ykkur:)

 

Takk fyrir að lesa, þangað til næst…

ÞÓREY

þórey undirskrift

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply