Fyrir um mánuði síðan fékk ég nýjar hárvörur að gjöf frá Fríðu á Regalo.
Þið sem hafið fylgst aðeins með mér vitið að ég elska hárvörur og góðar olíur fyrir hárið. Hárið mitt er mikið efnameðhöndlað, en ég fór alveg úr mjög dökku og yfir í ljóst.
Það er mjög mikilvægt að hafa góðar vörur sem hjálpa til við að endurbyggja hárið eftir allt álagið sem það er búið að ganga í gegnum.
En síðasta mánuðinn hef ég verið að prófa þessar vörur og myndað mér skoðun og ég er ástfangin. Eftir að ég byrjaði að nota vörurnar lifnaði hárið mitt við.
STRUCTURE REPAIR LEAVE IN CREAM
Hitavörn með þörungarkjarna sem lagfærir og endurbyggir skemmt hár. Hitavörnin gefur hárinu raka og næringu, lokar klofnum endum og ver hárið við notkun hárþurrku eða sléttujárns.
TRUE SOFT ARGAN OIL
Nærandi arganolía sem mýkir, styrkir og gefur hárinu raka. Arganolían smýgur hratt inn í hárið, sléttir það og gerir það silkimjúkt.
Ég blanda olíunni og hitavörninni saman og set í handklæða þurrt hárið.
Eftir að ég er búin að blása og slétta á mér hárið, skelli ég svo einni pumpu af olíunni í endana til að fá extra glans.
Hárið verður silkimjúkt
Hárið eftir blástur, eru þið að sjá glansinn! 😉
Vörurnar frá topp meðmæli frá mér og hlakka ég til að prófa meira frá María Nila.
Maria Nila vörurnar eru 100% vegan og vottaðar af PETA, VEGAN SOCIETU & LEAPING BUNNY
Hægt er að nálgast upplýsingar um útsölustaði Maria Nila inn á heimasíðu Regalo.is
Þangað til næst…
No Comments