Beauty Lífið Snyrting Þórey

Hárið fékk loksins að fjúka. Fyrir og eftir myndir!

Þið sem hafið lesið færslurnar mínar eða fylgst með mér á Snapchat þá hafið þið væntanlega tekið eftir að ég er voðalega mikið að vinna með breytingar þetta árið.
Þá erum við ekki bara að tala um útlitslegar breytingar, heldur hef ég mikið verið að vinna í andlegu hliðinni, jú jú toppstykkið verður nefnilega að vera þokkalegt til þess að allt virki sem best. Þá er hugarfarsbreyting stundum nauðsynleg.

Nú hugsar kannski einhver hvað hugarfarsbreyting kemur þessari útlitsbreytingu við! Ég skal segja ykkur það, ég hef safnað hári í mörg mörg ár og aldrei þorað að klippa það stutt. Hef alveg skipt um háralit, alltaf að breyta úr því að vera dökkhærð yfir í að vera ljóshærð, svo breyti ég aftur í að vera dökkhærð og svoleiðis hefur þetta svolítið rúllað síðustu ár.

Af hverju vildi ég ekki klippa mig stutt? Nú af því ég taldi mér trú um að ég yrði bara mjög ljót með stutt hár og miklu feitari þannig… Halló Hafnarfjörður, er ekki í lagi með þig Þórey Gunnarsdóttir!

Þarna kemur að hugarfarsbreytingunni sem ég var að tala um áðan, hvernig ég hef litið á sjálfan mig eða hugsað um sjálfan mig. Svona á maður bara alls ekki að tala um sig. Og þetta er það sem ég hef verið að vinna með sjálfan mig… að hætta að hugsa svona. Ég er ekkert ljótari eða feitari þó ég klippi á mér hárið! Já þessi bloggfærsla er stútfull af upphrópunarmerkjum!!!

ÉG sjálf lít alveg eins út á vigtinni með syttra hár… tjahhh kannski léttist um nokkur grömm við það svo sem, en þið skiljið hvað ég er að fara með þessu, er það ekki?

Það var svo í febrúar á þessu ári að ég ákvað að skella mér í litun og klippingu hjá henni Öldu á Hárgreiðslustofunni Space í Kópavoginum því ég var tilbúin að gera einhverja breytingu… LOKSINS!                                              

Nú skyldi hárið klippt!

Ég hafði hitt hana Öldu einu sinni og líkaði svo vel við hana og tengdist henni strax á einhvern óútskýranlegan hátt og ákvað að hún væri hárgreiðslukonan sem ég vildi að færi með mér í þessar breytingar. Og nú er hún sé sko hárgreiðslukonan MÍN. Hún er algjör fagmaður fram í fingurgóma, virkilega vandvirk og ég tala nú ekki um hvað hún er skemmtileg.  Ég sé sko ekki eftir að hafa valið að fara til hennar, hún er einfaldlega æði.

En okei, eru þið tilbúin í myndir???

"Fyrir"

“Fyrir”

 

Já alveg um að gera að safna ónýtu hári endalaust… nei nú klippum við!

"Eftir" fyrsta skiptið

“Eftir” fyrsta skiptið

 

Ég get ekki lýst því hvað ég er ánægð að hafa bara kýlt á þetta og klippt þetta blessaða síða hár sem var alltaf uppi í snúð því ég nennti ekki að gera neitt annað við það á morgnana.

 

Og hér er ég í júní 2017

Og hér er ég í júní 2017

Hver hefði trúað því að ég hefði svo bara endað á því að klippa það ennþá styttra? Ekki ég allavega!!!

Frappó klikkar ekki

Frappó klikkar ekki

Svo er ég með snilldar “trix” fyrir ykkur, mætið með gott kaffi handa hárgreiðslufólkinu ykkar því þá fáið þið pottþétt extra gott dekur og mjög flott hár, því eins og Kalli Berndsen sagði þá er þetta allt í kaffinu elskurnar;)

Eitt að lokum, ég borgaði þetta sjálf og þetta er ekki auglýsing… bara ég að deila gleðinni. 

THOREYGUNNARS

THOREYGUNNARS

Þórey Gunnars

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply