Lífið Matur Matur og vín

Hard Rock Cafe Reykjavík – frábær upplifun!

Í samstarfi við Hard Rock Cafe Reykjavík áttum við Fagurkerarnir frábæra kvöldstund þar saman.

Það var vel tekið á móti okkur á nýja flotta staðnum sem er staðsettur á Lækjargötunni í Reykjavík. Það verður að segjast að staðurinn er sjúklega flottur í alla staði og það kom okkur skemmtilega á óvart hvað hann er svakalega stór!

19113655_10155185856581413_2066122211777626971_n

En við byrjuðum á því að panta okkur kokteila og kvöldið byrjaði sko ekki illa fyrir okkur þar sem við vorum allar beðnar um skilríki, hversu mikil snilld er það? Við erum allar vel yfir löglegum drykkjualdri svo við vorum alsælar að þurfa að flagga kennitölunum til að mega fá okkur kokteilana sem við biðum spenntar eftir að smakka.

Allar pöntuðum við okkur mismunandi rétti. Á borðinu voru hamborgarar, samlokur, Jumbo plattar, chili franskar og fleira gómsætt.

 

18485398_10154715567754422_7874932373326123956_n

Maturinn var geggjaður!!! Allar vorum við mjög ánægðar með matinn. Það er eitt sem stóð algjörlega upp úr og það var Bruchetta brauðið sem var á Jumbo plattanum. Klárlega allra besta Bruchetta sem við höfðum smakkað.

Við nutum matarins og vorum lengi að borða, spjalla, taka myndir, syngja með tónlistinni sem var þrusugóð þetta kvöld, fullt af 90’s tónlist sem við fíluðum alveg í botn.

Þó við hefðum glaðar viljað fá okkur eftirrétti þá var einfaldlega ekki pláss fyrir meiri mat, við vorum svo saddar. Allt var mjög vel útilátið og við gátum ekki einu sinni klárað af diskunum.

 

En við slepptum þó ekki að fá okkur Irish coffee og fleiri kokteila eftir matinn.

19113613_10155185883341413_9028024345925752108_n 19113926_10155185883441413_170431270625149954_n 19145882_10155185883321413_7057181692846207938_n 19146023_10155185861171413_4747011611721526462_n 19149381_10155185861811413_422665612488542989_n 19274934_10155185861806413_5683335413459742422_n

Við viljum þakka Hard Rock kærlega fyrir okkur, við munum klárlega koma aftur!

19225118_10155185862091413_4470741071463272451_n

Þið finnið okkur á Snapchat

FAGURKERAR

FAGURKERAR

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply