Í samstarfi við Hard Rock Cafe Reykjavík áttum við Fagurkerarnir frábæra kvöldstund þar saman.
Það var vel tekið á móti okkur á nýja flotta staðnum sem er staðsettur á Lækjargötunni í Reykjavík. Það verður að segjast að staðurinn er sjúklega flottur í alla staði og það kom okkur skemmtilega á óvart hvað hann er svakalega stór!
En við byrjuðum á því að panta okkur kokteila og kvöldið byrjaði sko ekki illa fyrir okkur þar sem við vorum allar beðnar um skilríki, hversu mikil snilld er það? Við erum allar vel yfir löglegum drykkjualdri svo við vorum alsælar að þurfa að flagga kennitölunum til að mega fá okkur kokteilana sem við biðum spenntar eftir að smakka.
Allar pöntuðum við okkur mismunandi rétti. Á borðinu voru hamborgarar, samlokur, Jumbo plattar, chili franskar og fleira gómsætt.
Maturinn var geggjaður!!! Allar vorum við mjög ánægðar með matinn. Það er eitt sem stóð algjörlega upp úr og það var Bruchetta brauðið sem var á Jumbo plattanum. Klárlega allra besta Bruchetta sem við höfðum smakkað.
Við nutum matarins og vorum lengi að borða, spjalla, taka myndir, syngja með tónlistinni sem var þrusugóð þetta kvöld, fullt af 90’s tónlist sem við fíluðum alveg í botn.
Þó við hefðum glaðar viljað fá okkur eftirrétti þá var einfaldlega ekki pláss fyrir meiri mat, við vorum svo saddar. Allt var mjög vel útilátið og við gátum ekki einu sinni klárað af diskunum.
En við slepptum þó ekki að fá okkur Irish coffee og fleiri kokteila eftir matinn.
Við viljum þakka Hard Rock kærlega fyrir okkur, við munum klárlega koma aftur!
Þið finnið okkur á Snapchat
No Comments