Börnin Lífið Sigga Lena

Hákon Orri 6 mánaða!

Ég á svo erfitt með að trúa þessu að litli gullmolinn minn sé orðið hálfs árs. Hvernig líður tíminn bara svona hratt? Þetta hálfa ár er búið að vera það besta sem ég hef átt.

Mamma & Hákon Orri

Hákon Orri er mikill ljúflingur sem leyfir mömmu sinni að sofa á nóttunni fyrir utan eina gjöf og það hefur næstum því verið þannig síðan hann fæddis. Hann er ofsalega ljúfur og góður og síborsand. Elskar að knúsast og kjassast og vera í mömmu fangi, enda mikill mömmu moli.

Á hverjum degi sé ég mun á honum hvernig hann er að þroskast og upplifa nýja hluti.

Hann er farinn að sitja með aðstoð og finnst það mjög gaman. Miklu skemmtilegra að leika með dótið sitjandi en liggjandi. Hann hefur alls enga þolinmæði á að liggja á maganum og er því lítið farinn að koma sér áfram en það er allt í góðu. Verður gaman að sjá þegar hann fer að koma sér af stað.

Mánaðar myndirnar keypti ég í Von verslun.

Það sem ég er þakklát fyrir þennan litla gaur minn. Besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu er að eignast hann.

Við mæðgin erum dugleg á Instagram endilega kíkið á okkur: SIGGALENA

Þangað til næst…

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply