Lífið Tinna

Góðir þættir á Netflix!

Mig langar svo að deila með ykkur þáttum sem eru á Netflix sem mér finnst góðir. Það eru neflilega þrusu margar seríur þarna inni sem mér finnst snilld að deila með ykkur og mun setja hér lista yfir þær seríur sem mér finnst góðar og að allir ættu að sjá! Ég meina, eru ekki allir með Netflix og vantar manni ekki alltaf eitthvað til að horfa á?

Hér kemur listinn og þið þakkið mér svo bara síðar….

-The Crown
Geggjaðir þættir um bresku konungsfjölskylduna. Ég viðurkenni að ég var ekkert spennt fyrir þessum þáttum og ákvað svo að gefa þeim séns, sé svo sannarlega ekki eftir því, þeir eru æði!-Outlander
Mæli svo mikið með. 1 sería er geggjuð, 2 sería er lala og 3 sería er geggjuð. Þættirnir eru um konu sem ferðast óvart aftur í tímann og ég vil helst ekki segja neitt meira til að skemma þannig að ég bara gef ykkur loforð að þessir þættir eru mjög skemmtilegir!


-You
Geggjaðir þættir um sækó strák sem verður hrifinn af stelpu og fær hana á heilann….komnar 2 seríur og þær eru osom.

-Dead to me
Æðislegir! Um konu sem missir manninn sinn og líf hennar eftir það. Var ekkert sérlega spennt en þeir komu svo á óvart!


-Working moms
Bestu.þættir.ever. Þið bara verðið að sjá þessa! Gjörsamlega dásamlegir þærrir sem fá 10 stig. Skemmtilegir fyrir alla, ekki bara mömmur!


-Good girls
Góðir þættir um 3 konur sem eru í vandræðum og gera ýmislegt vafasamt og lenda óvart í alls kyns misgáfurlegum ævintýrum. Þessir þættir eru æði!


-Wanderlust
Mjög spes þættir. Vil alls ekki segja neitt mikið um þættina sem ég er að mæla með en þeir eru um hjón sem eru orðin smá þreytt á hjónabandinu og ýmislegt mun koma upp í þessum aðstæðum. Frábærir.


-Riverdale
“Unglingaþættir” smá vitleysa en mjög skemmtilegir!


-The Affair
Dramaþættir, frekar þungir. En góðir og öðruvísi.


-Friends from College
Þessir koma á óvart! Mjög skemmtilegir þættir um gamla vini og þeirra líf.


-What if
Okey mér fannst þessir þættir svo mikil sprengja! Þið bara verðið að sjá þá. Þeir komu ótrúlega mikið á óvart. Þættir með twisti og halda manni límdum við skjáinn þangað til maður klárar alla þættina!


-The Sinner
Er bara búin með 1 seríu en mæli svo mikið með!


-Jane the virgin
Ok, þessir þættir eru BESTIR!! 100 þættir samtals og þetta er veisla frá 1 þætti! Oh ég öfunda þá sem eiga þessa eftir! Ég var búin að vita af þessum þáttum í einhver ár og fannst þeir lúkka hrikalega óspennandi. Var einhverntímann veik heima og ákvað að gefa þeim séns og það var sko eins gott!


-When they see us
Svakalegir þættir um stráka sem eru kærðir fyrir nauðgun. Sannsögulegir. Magnaðir!


-Yummy Mummies
Nei sko, þessir….þeir eru ótrúlegir hvað get ég sagt. Raunveruleikaþættir, algjör steik. Um snobbaðar mömmur og líf þeirra. Meira segja Arnór hafði gaman að því að horfa á þessa vitleysu með mér. Bíð spennt eftir næstu seríu!


-Santa Clarita Diet
Þessir eru fínir. Mæli með þeim sem svona “horfa á tv og mönsa” þættir. Fínasta heilafóður.


-Breaking Bad
Það verða náttúrulega bara allir að horfa á Braking Bad. Uppáhalds.


-Ozark
Komnar 2 seríur af þessum og komu mjög á óvart, mæli svo mikið með. Um fjölskyldu sem flytur til Ozark og allt er frekar mikið í steik hjá þeim.


-Making a murderer
Stór furðulegt morðmál. Sannsögulegir þættir um mann sem er dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun og morð, en ekki er allt sem sýnist. Möst að horfa á báðar seríurnar.


-Grace and Frankie
Æðislegir þættir um ellismellina Grace and Frankie. Æðislegir!


-After life
Þessir komu mér á óvart. Ætlaði ekki að horfa á þá því mér fannst þeir ekki lúkka spennandi en vinkona mín sagði að ég yrði að horfa og vá hvað ég er fegin. Þeir eru frábærir.


-Black Mirror
Ótrúlegir þættir. Munu “fokka” ykkur upp.


-You Me Her
Hafði lúmskt gaman af þessum. Um hjón sem bæta kærustu í hópinn. Hljómar steikt en gaman að horfa!


-Gossip Girl
Klassi!


-Friends
Enn meiri klassi.


Litstinn er ekki í neinni sérstakri röð, finnst allar þessar seríur snilld!

Jæja þá er það komið, ég hef séð mun fleiri seríur á Netflix en þetta eru topp 25! Og já ég horfi mögulega of mikið á sjónvarp greinilega, en það er annað mál.

Þangað til næst..

𝒯𝒾𝓃𝓃𝒶

P.s. þið finnið mig á Instagram: tinnzy88

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply