Beauty Hanna Þóra

Glov – farðinn af með vatni!

Ég fékk svo æðislega gjöf senda til mín frá Glov á Íslandi um daginn sem innihélt nýjar vörur sem eru algerlega að slá í gegn um þessar mundir.

Pakkinn innihélt hinn magnaða Glov hanska sem er til þess gerður að þrífa af farðann eftir daginn og það einungis með vatni.

4-glov_comfort_f1_poprawka

Ég fékk tvær stærðir sendar, annar er svona kassalaga eins og á myndinni hér fyrir ofan og tekur hann þá farðann af öllu andlitinu

Hanskarnir eru gerðir úr sérstökum þráðum sem eru 30x fíngerðari en bómul og sérhannaðir til að þrífa farða af.

glov-quick-treat-mini

Hinn var svona lítill og sætur hanski sem smellpassar á puttann og er ætlaður til að þrífa augnsvæðið.

Ég sá um daginn að Iðunn Box var með þessa vöru í boxinu sínu um daginn. www.idunnbox.is

Eftir notkun þrífur maður hanskann með sápu og hengir upp til þerris og hanskinn dugar í ca. 3 mánuði

69-qt_color_set_pink

Ég rak augun í þennan bleika á Heimkaup.is um daginn, aldrei að vita nema hann detti ofaní einhvern jólapakkann 🙂

Ég var að sýna hvernig hanskinn virkar á Snapchatti Fagurkera á þriðjudaginn og margir vildu vita meira um hanskann góða.

Ég verð með aðra sýningu á hönskunum næst þegar ég verð með snappið fyrir áhugasama.

snapchat

Við erum alltaf að sýna eitthvað skemmtilegt á Fagurkerasnappinu og hver veit nema fleiri aðventuleikir séu þar á næstunni 🙂

Hanna

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply