Heilsa Matur Þórey

Gleðilegt Guacamole sumar – uppskrift!

Nýjasta æðið mitt í eldhúsinu er að gera mitt eigið guacamole.

Þetta er ekki bara ferskt & gott, heldur er þetta gott með svo rosalega mörgu. Þetta er æðislegt með nachos flögum, ofan á tortilluna eða með rísköku.

Ég veit að ég er ekkert að finna upp hjólið, en ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni minni sem sló algjörlega í gegn á snappinu mínu um daginn.

GUACAMOLE

2 Avocado

1 box Piccolo tómatar

1/3 rauðlaukur

1 hvítlauksrif

2-4 msk grísk jógúrt

Dass af sítrónusafa eða lime safa (fer eftir því hvort ég á til í ísskápnum hverju sinni)

Oggulítið af salti & pipar

AÐFERÐ

Mauka avocadoið og saxa og blanda saman rest og VOILÁ!

 

Svo er leyni – innihaldsefnið sett út í að lokum til þess að halda salatinu/ífdýfunni grænni á meðan hún stendur á borðinu… að setja steinninn úr avocadoinu út í skálina!

30831315_10156104207436413_1464830494_n

 

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir notendanafninu: thoreygunnars

ÞÓREY

 

Gleðilegt sumar!

þórey undirskrift

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply