Lífið Þórey

Get ég minnkað sóun á snyrtivörum?

Sem bæði förðunar- og snyrtifræðingur getur reynst mjög erfitt að draga úr, já eða allavega minnka snyrtivörusóun.

En ég var að taka til í förðunarherberginu mínu um daginn, sem ég þarf auðvitað að gera reglulega, þá fékk ég smá samviskubit yfir magni sem ég þurfti að henda einfaldlega vegna þess að þær voru útrunnar! Mikið af vörunum voru mjög lítið notaðar og já jafnvel ónotaðar…

Ég setti helling af snyrtivörum sem eru enn í góðu lagi í poka, sem ég er nú búin að taka með mér út um allar trissur og leyfa vinkonum mínum að gramsa í og velja sér eitthvað til þess að eiga. En ég set skilyrði fyrir þær að þær mega bara taka það sem þær halda að þær muni nota.

Fagurkerastelpurnar fengu að vera fyrstar… þeim fannst ekk leiðinlegt að fá að gramsa!

Þetta er alveg búið að slá í gegn hjá þeim sem hafa fengið að kíkja í pokann og get allavega minnkað sóun á snyrtivörum með þessum einfalda hætti. Þar sem ég vinn með mikið af förðunar- og snyrtivörum þá viðurkenni ég nú að ég er ansi dugleg að kaupa í “safnið”. Svo fæ ég líka mjög mikið gefins frá fyrirtækjum sem vilja koma sínum vörum á framfæri. En það er nú bara þannig að sumar vörur henta mér einfaldlega ekki eða mér líkar ekki við þær, þá vilja þessar vörur oft rata beint ofan í skúffu og gleymast þar og skemmast.

En ég er orðin duglegri að kaupa minna af snyrtivörum, reyni að kaupa bara það sem mig vantar eða er búið að langa virkilega mikið til þess að eignast. Við þurfum ekki að eiga allt, það er nú bara þannig en ég mun aldrei hætta að kaupa mér snyrtivörur, en ég get samt sem áður haft þetta bak við eyrað og lagt eitthvað af mörkum til þess að þær endi ekki útrunnar í ruslinu.

Það væri gaman að heyra ef þú ert með góðar hugmyndir til þess að minnka snyrtivörusóun:)

Þangað til næst…

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply