Tinna Tíska

Geggjuð svört úlpa með bleiku loði frá Vero Moda

Ég hafði aldrei átt úlpu sem ég hafði verið ástfangin af. Hef alltaf verið algjör úlpuperri og hef átt mjög margar og elska að vera í úlpu, það er eiginlega hálf vandræðalegt hvað ég er oft í úlpu og fólk spyr mig stundum hvort ég ætli ekki að fara úr úlpunni þar sem ég er oft bara heilu heimsóknirnar í úlpunni, enda algjör kuldaskræfa.

En núna loksins á ég úlpu sem ég gjörsamlega er dolfallin fyrir! Það sem heillar mig svo mikið við þessa er hvað hún sker sig úr öllum venjulegum úlpum útaf bleika litnum.

Ég sá þessa úlpu í jólaboði Bestseller þar sem hún var til sýnis og ég bara varð að eignast hana og það strax, hún var bara merkt mér. Ég fór beinustu leið í Vero Moda eftir boðið og nældi mér í eintak. Það þurfti að grafa hana upp úr kassa þar sem það var enn verið að taka nýjar vörur upp, en ég beið pollróleg því heim skyldi ekki halda fyrr en úlpan væri mín 😀

15219520_10154718730232438_8121884896052592393_n

Ekki skemmir verðið fyrir, en hún kostar 13.990kr, sem mér finnst ótrúlega gott og sanngjarnt verð fyrir svona gerðarlega og flotta úlpu! 🙂

15193531_10154215392709422_4643776451303462152_n

Úlpan ber nafnið Blog Contrast og fæst í Vero Moda og kemur í stærðum XS-XL. Hún kemur í lit eins og á myndunum í færslunni.

Ef að ÞÚ átt eftir að græja úlpu fyrir veturinn mæli ég svo 100% með þessari, mér finnst hún einfaldlega æðisleg! <3

Færslan er gerð í samstarfi við Vero Moda.

tt

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply