Ég geri alltaf þennan ís fyrir áramótin og okkur í fjölskyldunni finnst hann sko algjört æði !
Það er í þessum ís alls konar gúmmelaði sem gerir hann að fullkomum áramótaeftirrétt, toblerone, karmelliseraðar pekanhnetur og baileys.
Þessi uppskrift dugir vel fyrir 12 manns og ég ber alltaf fram með ísnum þeyttan rjóma og fersk jarðaber.
Hér kemur uppskriftin:
- 500ml rjómi
- 5 eggjarauður.
- 125g sykur
- tæpur 1dl baileys
- 100g ristaðar og saxaðar pekahnetur
- 200 g toblerone saxað
- 100gr toblerone brætt
Þeytið eggjarauður og sykur vel saman.
Þeytið rjómann.
Saxið niður pekanhnetur og hitið á pönnu með smá sykri eða sýrópi svo þær “karmelliserist” aðeins.
Bræðið 100g af toblerone og kælið örlítið og hrærið baileys útí súkkulaðið. Blandið svo súkkulaðiblöndunni við eggjarauður og sykur og blandið vel saman. Loks er þeytta rjómanum bætt útí ásamt söxuðu toblerone og söxuðum pekanhnetum. Ísinn er settur í form og svo í frysti. Ef ísinn er settur í form sem er ekki með lausum botni er algjör snilld að setja matarfilmu í botninn og upp fyrir kantana svo það sé auðveldara að poppa honum úr forminu til að skera hann og bera fram. Ísinn þarf að vera í frysti í a.m.k. 5 klst áður en hann er borinn fram. Það er mjög skemmtilegt að setja jóla eða áramótablæ á ísinn með því að skera hann út með kökumótum.
Berist fram með þeyttum rjóma og ferskum jarðaberjum
Gleðilegt nýtt ár
No Comments