Lífið Partý Tinna

Gæsunin mín – Besti dagur ever!

 

Laugardaginn 8. apríl var ég algjörlega óvænt gæsuð. Við vorum með brúðkaupspartýið okkar 14. apríl en ég átti 0,0000% von á því að ég yrði gæsuð þar sem við giftum okkur í ágúst í fyrra með mjög stuttum fyrirvara. Auðvitað er gæs yfirleitt alltaf óvænt gæsuð en það hafði ekki einu sinni hvarlað að mér að ég yrði gæsuð vegna þess að við vorum auðvitað búin að gifta okkur rúmum átta mánuðum áður. Þannig að þetta var mjög svo óvænt en ó, svo yndislegt.

Mér datt í hug að skrifa þessa færslu til þess að gefa öðrum hugmyndir um hluti til að gera í gæsun, mér fannst þessi dagur alveg fullkomin & allt sem við gerðum var svo skemmtilegt.

En ég var ekki aðeins gæsuð heldur var Arnór steggjaður sama dag, þið getið rétt ímyndað ykkur þynnkuna sem átti sér stað daginn eftir haha..

En þetta var sem sagt á laugardegi kl 11. Við Arnór vorum bara heima að chilla en hann vissi að ég væri að fara vera gæsuð, en hins vegar hafði hann ekki hugmynd að hann væri að fara vera steggur þannig að hann var alveg jafn hissa & ég & roðnaði eins & epli þegar strákarnir komu hahaha..

Ég var akkurat eitthvað að snappa en sá svo að ég datt út, þannig að ég sendi Þóreyju frænku skilaboð á Facebook & spurði hvort hún hafi verið að logga sig inn (við erum með passwordið hjá hvor annarri & hún var að fara vera með snappið mitt í brúðkaupspartýinu þannig hún var stundum að logga sig inn & flippa eitthvað) & hún sagði já, þannig að ég spáði ekkert meira í því. Nema hvað að 1 mín seinna dinglar bjallan & ég hugsaði bara hmmm hver gæti þetta nú verið? Síðan fór ég til dyra & þar voru æðislegu konurnar í mínu lífi & öskruðu „supræs“ á mig. Vá hvað mér brá!

Þórey frænka & Hrafnhildur mágkona mín eru báðar förðunarfræðingar & máluðu mig, sem betur fer var ég nýbúin í sturtu & að setja á mig krem þannig það var skellt sér beint í að gera make up á mig. VÁ þetta var svo flott make up & ég var svo ánægð að fá að vera svona fín <3

 

Screenshot_20170409-102858

Snillingarnir að setja andlitið á mig 😉

 

20170409_201532

GÆS ready

 

Þær komu með poka með alls konar fötum & ég mátti velja mér föt & valdi mér einhver pallíettuföt & var svo ánægð að fá val en ekki bara vera hent í eitthvað sem ég myndi kannski ekki fíla! Svo var ég líka með mjög flotta kórónu & ákvað svo að vera með hana líka í brúðkaupspartýinu. Mamma gerði svo borða sem stóð á “Ungfrú Gæs” & ég var mjög fegin að vera með hann, bara svona svo að fólkið í Smáralindinni t.d. vissu af hverju ég var að hegða mér eins & geðsjúklingur.. 😉 

En allavega, komum okkur að því sem við gerðum þennan yndislega dag.

Við byrjuðum á því að fara í Smáralindina þar sem ég var látin gera alls konar fíflaleg atriði. Ég átti að safna mér stigum & mig minnir að þegar ég var komin upp í 200 stig þá fengi ég annan bjór. Þannig að ég m.a. var að bregða fólki (ein konan spurði mig hvort það væri ekki allt í lagi hjá mér þegar ég bregðaði henni haha), selja bíl, syngja Titanic lagið yfir alla Smáralindina, dansa „erótískan dans“ í lyftunni bæði upp & niður, stela, halda á fólki, fara á hestbak, dansa upp á borði & margt fleira misgáfulegt hahaha. Áður en við héldum aftur að stað þá kom Arnór með bundið fyrir augun & í handjárnum & við fórum í pulsuátskeppni, en þau sögðu öll að þetta hafi verið hægasta átkeppni sögunnar en það má nú deila um það…. Arnór vann keppnina & ég átti mjög erfitt með þetta & kúgaðist nokkrum sinnum, enda núll svöng, annars hefði ég sko pottþétt rústað þessu 😉

 

Screenshot_20170409-124516

Ég lyfti þessum indæla manni

 

Screenshot_20170409-125025

Börnum var rænt..

 

Screenshot_20170409-125030

Ég seldi þessum bíl

 

Screenshot_20170409-123729

Arnór mættur á svæðið í handjárnum. Við fórum í pulsuátskeppni & svo hélt fjörið áfram

 

Eftir Smáralindina keyrðum við heim til Siggu Kling þar sem við fengum allar hatta & spjölluðum & gerðum svo eitt sem ég mun eflaust aldrei gleyma. Það var s.s. tekinn hringur & allar áttu þær að segja „Ég elska þig Tinna“ & segja svo af hverju þær elskuðu mig, ég átti erfitt með að sitja þarna án þess að fara að skæla en þetta var svo yndislegt & mér hlýnaði alveg um hjartaræturnar að heyra þessi fallegu orð frá yndislegu vinkonum mínum, mágkonum, mömmu, ömmu & frænkum <3 Mér fannst SVO dýrmætt að mamma, amma & frænka mín  sem er á mömmu aldri hafi verið með & ég mæli svo sannarlega með að það séu ekki bara vinkonum boðið að vera með í gæsunum. Tengdamömmu var auðvitað líka boðið en hún var svo mikið æði að vera heima hjá okkur að passa krakkana & fór svo & tók við heima hjá mágkonu minni um kvöldið svo hún gæti verið lengur í gæsuninni minni & svo maðurinn hennar gæti kíkt í steggjunina til Arnórs um kvöldið. Svo kom bróðir minn & tók við af tengdamömmu þangað til Arnór kom heim um kvöldið 🙂 Án þeirra hefðum við ekkert getað farið frá börnunum þannig að TAKK aftur fyrir pössunina elskurnar <3 

 

<3

 

Eftir að við fórum fá Siggu þá fórum við í hesthús. Mér leist ekkert svakalega vel á blikuna, enda er ég skíthrædd við að fara á hestbak en vinkonur mínar vissu það auðvitað þannig að ég var látin moka skít & greiða hest eða kemba eða hvað sem það heitir & svo fór ég á bak bara inn í gerðinu inni & hestakallinn hélt í tauminn, en svo treysti ég mér til að fara bara ein nokkra hringi & það var bara mjög gaman & ég er ekki frá því að ég sé örlítið öruggari núna. Ég er svo ánægð að ég hafi ekki verið pínd í eitthvað sem ég hefði ekki viljað gera heldur var allt við þennan dag bara mjög easy & ekkert stress. Það má ekki segja það sama samt um steggjunina hans Arnórs, ef þið bara vissuð hahaha….

 

Screenshot_20170409-130731

Aðeins að spjalla við vin minn áður en ég hoppaði á bak

 

Screenshot_20170409-130847

Screenshot_20170409-103458

Ég var svo heppin að fá að moka skít líka. En mynd af mér á hestbaki er týnd í allri myndaflórunni

 

Áður en við fórum á næsta stað þá mátti ég loksins sjá snappið mitt en stelpurnar tóku það þennan dag & ég mátti ekkert vera með símann. Síðan sýna þær mér story & er þá ekki Eyþór Ingi söngvari búinn að taka við því & setja algjör snilldaratriði inn. Vá hvað það var gaman að þessu <3

 

Screenshot_20170408-182927

 

eyþor

Eyþór Ingi sló svo sannarlega í gegn. Hann er ekki bara snilldarsöngvari heldur svakalegur uppistandari. Ég fór á jólatónleika með honum í desember & þetta var alveg gott uppistand sem maður fékk í leiðinni. Stelpurnar vissu að ég elska hann þannig að það var mjög svo skemmtilegt að hann hafi poppað inn á snappið mitt <3

 

Eftir hesthúsið fóru allir heim að græja sig fyrir kvöldið, ég fór heim til mín með frænku minni & tveimur mágkonum & svo tókum við taxa á Hamborgarafabrikkuna í Kringlunni. Við borðuðum góðan mat, fegnum okkur drykki & fengum svo allar staup í boði hússins. Mér finnst alltaf svo góður matur þarna & þjónustan líka súper þannig mér fannst æði að þær hafi valið Fabrikkuna!

 

Screenshot_20170409-131608

Það var auðvitað vökvað sig vel á Fabrikkunni

 

Eftir Fabrikkuna kom „partýbíllinn“ & sótti okkur & við rúntuðum út um allan bæ í klukkutíma, spiluðum tónlist, sungum(/öskruðum haha) & dönsuðum. Algjör snilld! Síðan keyrði bíllinn okkur heim til Þóreyjar frænku & þar spjölluðum við & drukkum þangað til við fórum síðan á pöbb þar sem kvöldið endaði. Þórey var búin að baka typpaköku & gera sjúklega góð jelly shots, ég hefði nú betur beilað á öllum þessum jelly shots enda vorum við allar orðnar vel ölvaðar þarna í lokin, en vá hvað það var ógeðslega gaman samt. Áður en við fórum af stað á pöbbinn þá mátti ég aftur sjá snapchat story hjá mér & var þá ekki Svala Björgvins mætt þar inn & hún söng smá úr Paper & skilaði kveðju, yndislegt <3

 

svala

Svala snillingur

 

Screenshot_20170409-172905

<3

 

Kvöldið endaði á því við fórum á pöbbinn & dönsuðum, sungum & drukkum kannski aðeins of mikið ….ég var komin heim eitthvað um 3 leytið & við Arnór vorum svo þunn daginn eftir að það var hrikalegt….en Ó alltaf svo þess virði!!

TAKK enn & aftur fyrir mig elsku þið allar uppáhalds konurnar mínar ég elska ykkur allar svo ógeðslega mikið & þessi dagur var fullkominn & ég mun aldrei gleyma honum! <3

Mér fannst tilvalið að deila þessu með ykkur & kannski getið þið sem eruð að fara gæsa á næstunni notað eitthvað af þessu 🙂

 

 

 

Þið finnið mig á Snapchat: tinnzy88 & Instagram: tinnzy

 

TF

 

You Might Also Like

2 Comments

 • Reply
  Jenný Lind
  8. May, 2017 at 12:06 pm

  oooh mig langar að grenja þegar ég les þetta aftur og aftur og aftur :'( æðislegt hvað þú skemmtir þer vel ástarbossi! :*

  • Tinna
   Reply
   Tinna
   8. May, 2017 at 7:29 pm

   Æjj dúlla! Hefði verið æði að hafa þig með <3

  Leave a Reply