Bakstur Hanna Þóra

Franskar makkarónur opna heimasíðu

14481979_1253320991393904_3652059914306610310_o

Franskar makkarónur voru að opna nýja heimsíðu á dögunum sem er alveg ótrulega falleg.
Heimasíðan gerir viðskiptavinum kleift að panta makkarónur fyrir hvaða tilefni sem er á auðveldan hátt

Linda Ben hefur verið að baka þessar gullfallegu makkarónur undanfarin ár og hafa þær algjörlega slegið í gegn.


13653358_1188935441165793_5159091203343198704_o

Linda segir að vinsælustu bragðtegundirnar séu salt karamellu, lakkrís og hindberja, en allar bragðtegundirnar séu þó æðislega góðar og á hún erfitt með að gera upp á milli sjálf.

12132512_1024679790924693_631387619011062934_o

Nýlega fékk Linda æðislegan turn fyrir makkarónurnar en hún hafði leitað lengi að skemmtilegri leið til að kökurnar myndu njóta sín til fulls á veisluborði og fann loksins.  Hægt er að stækka hann og minnka eftir því hversu margar makkarónur eru keyptar en mest tekur hann 210 kökur.

14390814_1249863325073004_4724990190066118695_n

Gullfallegur makkarónuturn

14289780_1241804459212224_5633945304323269355_o

“Makkarónur geymast vel í loftþéttum umbúðum í kæli, því er gott að fá þær afhentar deginum fyrir veisluna. Þannig er hægt að minnka allskonar stress sem fylgir því að halda stórar veislur. Þeim er einfaldlega stungið inn í ísskáp og raðað svo á borðið nokkrum tímum fyrir veislu. Svo ef það verður afgangur (sem gerist ekki oft) þá er hægt að skella þeim í frystinn og taka svo út þegar löngunin færist yfir mann.” Segir Linda

14907022_1286758244716845_484185120241406095_n

WWW.MAKKARONUR.IS

Við óskum Lindu innilega til hamingju með glæsilegu heimasíðuna

Hanna

You Might Also Like