Heimilið Hönnun Lífið Þórey

Framkvæmdir: Nýtt eldhús & nýtt herbergi – Náum við að klára fyrir jól?

Nú er komið um eitt og hálft ár síðan við fluttum inn í íbúðina okkar hér í Hafnarfirðinum og nú er loksins komið að því að gera upp eldhúsið.

Við gerðum upp baðherbergið í fyrra og höfum ekki gert neitt meira fyrir íbúðina en það. Eldhúsið var alltaf næst á dagskrá hjá okkur en það er auðvitað ekki alltaf hægt að gera allt í einu en við ákváðum að nú væri komið að þessu og ákváðum að skella okkur í þetta núna og planið er að ná að klára fyrir jól… eru það ekki týpískir Íslendingar?

Ég mun sýna allt í beinni á snappinu mínu THOREYGUNNARS svo endilega addið snappinu og fylgist með öllu ferlinu 🙂

ÞÓREY

 

En ástandið á eldhúsinnréttingunni var orðið verulega slæmt svo við gátum hreinlega ekki beðið lengur með þessar framkvæmdir. 

23515964_10155643102336413_1439907086_n

Skúffan sem var ekki lengur skúffa!

 

Þetta rými verður herbergi

Þetta rými verður herbergi

 

En eldhúsið verður þar sem við erum núna með borðstofuna og munum rífa niður herbergi sem var einhvern tímann búið til innst inn af stofunni. Okkur hefur lengi dreymt um að hafa opið eldhús og ætlum nú að láta þann draum rætast. Þá verður eldhús – borðstofa – stofa eitt flæðandi rými sem gerir þetta allt meira að svona fjölskyldurými í íbúðinni.

 

Herbergið þarna innst mun verða rifið niður og stofan stækkar

Herbergið þarna innst mun verða rifið niður og stofan stækkar

 

Borðstofan sem verður að nýja eldhúsinu

Borðstofan sem verður að nýja eldhúsinu

 

Nú er bara stóra spurningin… NÁUM VIÐ AÐ KLÁRA FYRIR JÓL?

 

þórey undirskrift

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply