Heimilið Lífið Tinna

Framköllum minningarnar!

Ég var núna þriðja árið í röð að panta myndir sem ég set svo í myndaalbúm. Ég pantaði fyrst í janúar 2015 þegar strákurinn minn var eins árs & ég átti milljón myndir frá fyrsta árinu & ég vildi ekki hafa þær “fastar” í tölvunni heldur langaði mig að framkalla best of myndir. Það er mjög mikilvægt að hafa skipulag á myndum í tölvunni, allavega fyrir mig, sækóið sem tekur alltof mikið af myndum, þá þarf ég að búa til möppur fyrir hvern mánuð ársins & þá verður líka mun auðveldara að fara í gegnum þetta 🙂

Ég lét framkalla 600 myndir fyrst þegar ég gerði þetta, hvorki meira né minna! Setti þær svo í þrjú myndaalbúm þar sem hvert albúm tók 200 myndir & ég ákvað svo að framvegis yrði ég með reglu, að framkalla bara 200 myndir fyrir hvert ár, sem gerir þá eitt albúm fyrir hvert ár. 600 myndir var bara alltof mikið, en hey ekki dæma, þetta var fyrsta barn & ég átti bara vandræðalega mikið af myndum.

Ég var að segja frá þessu á snappinu mínu í gær & fékk svo margar spurningar um þetta að ég ákvað að skella bara í færslu. Ég var svo ánægð með ykkur sem voruð að senda mér skilaboð & sögðust ætla að drífa í þessu núna loksins eftir að ég sýndi ykkur, það gleður mig mikið! <3

Ég sem sagt læt framkalla hjá Elko, myndin er á 16 kr stykkið núna út 12 feb þannig ég myndi drífa mig í þessu sem fyrst þið sem eruð að spá í að framkalla! 🙂 Maður nær í forrit á síðunni hjá þeim & fylgir svo leiðbeiningunum, þetta tekur smá tíma en er allt svo þess virði þegar myndirnar mæta! 🙂 Já svo fer alltaf 500 króna vinnslugjald eða hvað ég á að kalla þetta á hverja pöntun þannig að ég pantaði 200 myndir = 3200 kr + 500 kr = 3700 kr fyrir mínar 200 myndir.

En það þarf að ná í myndaforrit á síðunni þeirra & fara eftir leiðbeiningunum til þess að fá 10×15 myndir. En það er ekkert mál maður einfaldlega bara passar að velja 10cm & velur hlutfallið 3:2, þið sjáið þetta á síðunni þeirra 😉

Síðan hef ég verið að kaupa myndaalbúm í Eymundsson, kostat eitthvað undir 2 þús kr, allavega fyrir ári síðan 😉

16473865_10154439873199422_5299099204327793361_n

16602775_10154439873204422_7493119564218168487_n

Þessi myndaalbúm eru þessi gömlu góðu, en ég hef ekki enn skrifað á miðana sem fylgja með þeim, kannski geri ég það einn góðan veðurdag 😉

Það er ekkert við þessa færslu sponsað heldur vona ég að hún fái ykkur til að framkalla minningarnar, mér finnst það mjög mikilvægt sérstaklega þegar maður er komin með barn/börn! Þau eiga eftir að hafa svo gaman að þessu seinna 🙂 Mæli með að gera þetta bara alltaf snemma á nýju ári eins & ég geri, finnst langbest að panta eitt ár í einu & þá er hvert albúm með sitt ár.

Svo hef ég líka pantað nokkrum sinnum myndir hjá Prentagram & ég alveg elska það fyrirtæki, fáránlega góð & hröð þjónusta, en ég mun eflaust gera færslu um það einhverntímann seinna 🙂

16473938_10154439873284422_5556709756546454492_n

Þessar myndir sem eru fyrir ofan sjónvarpið eru frá Prentagram

Í hnotskurn: -ég panta myndirnar á www.elko.is & -ég kaupi myndaalbúmin í Eymundsson.

Ég kláraði pöntunina mína í gær & ég get ekki beðið eftir því að fá 2016 myndirnar mínar! 🙂

TF

Snapchat: tinnzy88
Instagram: tinnzy

You Might Also Like

3 Comments

 • Reply
  Alexandra
  8. February, 2017 at 1:41 pm

  Hvaðan er ramminn efst i færslunni? hann er æði!

  • Tinna
   Reply
   Tinna Freysdóttir
   8. February, 2017 at 2:47 pm

   Takk 🙂 Ég keypti hann í Rúmfatalagernum alveg fyrir meira en ári síðan, veit ekki hvort hann sé enn til 🙂

 • Reply
  Jenny Lind Samuelsdottir
  9. February, 2017 at 3:18 pm

  Hahaha er svo eins. Let prenta rumlega 900stk fyrir jolin fyrir jolagjafir, ramma og album 😀 miklu skemmtilegra ad hafa myndirnar i höndunum 😀

 • Leave a Reply