Heimilið Tinna

Flutningar & framkvæmdir framundan – fyrirmyndir

 

Jæja þá er loksins komið að því að við Arnór fáum nýju íbúðina okkar afhenta á morgun, eftir langa bið!

Loksins, loksins, loksins erum við að flytja í íbúð sem er meira en nógu stór fyrir okkur.

Þetta verður í NÍUNDA skiptið sem við flytjum síðan við byrjuðum að búa saman í mars 2012! Úff sko, eins gott að við stöldrum við í nýju íbúðinni í a.m.k 10 ár, ég neita að flytja aftur næstu árin!

Þetta er s.s. þriðja íbúðin sem við kaupum, en fyrstu tvær voru litlar, sú fyrsta voru rúmir 50 fermetrar & önnur 62 fermetrar (þessi sem við erum í núna). Við vissum það alveg að þegar við keyptum okkur þessa íbúð á Völlunum fyrir rúmu ári að við myndum ekki stoppa lengi, eða allt að þrjú ár í mesta lagi. Vegna þess að íbúðin er lítil & aðeins með tveimur svefnherbergjum & við erum tvö fullorðin, tvö börn & tveir kettir 😉 

Ég er algjör fasteignaperri & í raun hefði ég átt að vera fasteignasali þar sem ég ligg án gríns inn á mbl.is á hverjum degi að skoða fasteignir sem eru til sölu í Hafnarfirði, bara af því að mér finnst það svo gaman!

Svo kom að því að ég sá þessa íbúð sem við erum að kaupa & þetta var greinilega ment to be. Ég var búin að sjá hana nokkrum dögum áður á sölu en mér fannst hún of dýr, og svo var hún farin út þannig það náði ekki lengra. En síðan kom hún aftur á sölu nokkrum dögum seinna & þá búin að lækka um 1M í verði þannig að ég hugsaði með mér að þetta gæti hugsanlega gengið upp.

Við fengum að skoða & hringdum svo í fasteignasalann 10 mínútum seinna & gerðum tilboð, sem var aðeins lægra en ásett verð & eigendurnir sögðu nei, þannig að við hugsuðum með okkur að ef þetta væri draumaíbúðin þá þýddi ekkert annað en að bjóða ásett verð, þannig við gerðum það & þau samþykktu.

Við vorum áður búin að skoða nokkrar íbúðir & bjóða í þrjár, en þessi fasteignamarkaður er svakalegur þessa dagana þannig að við fengum ekkert tilboð samþykkt (samt buðum við t.d. yfir ásett verð í eina af þeim!). En ég er svo fegin að við fengum hin tilboðin ekki samþykkt því þær voru allar með þremur svefnherbergjum en þessi sem við erum að kaupa er með fjórum, sem var alltaf draumurinn minn, en svoleiðis íbúðir eru mun sjaldgæfari.

Íbúðin sem við erum að kaupa er um 110 fermetrar & svo fylgir með 5 fermetra geymsla, samtals um 115 fermetar. Loksins verðum við með pláss & meira en það! En íbúðin á eftir að vera hálftóm þar sem við eigum eftir að þurfa að kaupa slatta af kommóðum & skenkum, en það er ekkert stress & verður bara gaman að koma okkur fyrir næstu mánuðina <3

Það sem við ætlum að gera í nýju íbúðinni er m.a: mála alla íbúðina, gera baðherbergið upp frá A-Ö, skipta um öll ljós, kaupa nýja gardínur í alla gluggana (frá Ali auðvitað;)), í eldhúsinu ætlum við svo að skipta um borðplötuna, helluborðið, háfinn, vaskinn, blöndunartækin, bakaraofninn, kaupa nýjar höldur & hugsanlega filma innréttinguna. En allt þetta ætlum við að gera á rúmum tveimur vikum eftir að við fáum afhent, eða já vonandi náum við því hehe..

Það eru fleiri hlutir sem við ætlum að gera en það verður að fá að bíða, t.d. þarf að klára vegg í stofunni & setja hurð fyrir fjórða svefnherbergið..

Þau sem áttu íbúðina eru búin að endurnýja rafmagnið í íbúðinni, skipta um allar hurðar, alla fataskápa & setja nýtt parket þannig að við erum mjög ánægð með það!

En hér koma fyrirmyndirnar & ég hlakka mikið til að sýna ykkur eftirmyndir!

 

 

0ae8d6046d13e793dab322cac35a60049ccc7bd6

Stofan. Hún er mjög rúmgóð & svo er fjórða svefnherbergið þarna til hægri út í enda.

 

41dfac9faeca8e690118628a9d58dc89502006fd

Baðherbergið. Ég er mjööög spennt að sýna ykkur eftirmynd af því!

 

bff209bac0c2847cdd97e12e39dc72b43df94b00

Eldhúsið.

 

Inked7079841505bffe4a85a65e5a7610bbae3891283a_LI

Hjónaherbergið.

 

Inkedd22c0a41abaada79a38eb89ac947d2f3cbd2c781_LI

Eitt af barnaherbergjunum.

 

2292db786a99afbb47ebe8230ada707aecdf8c6a

Gangurinn.

 

4ea7d14b38da339ef8bc5cebbd0c990b9d4d0462

Pallurinn. Okkur langar til þess að hækka framhliðina aðeins fyrir næsta sumar.

 

 

Ég ætla leyfa fylgjendunum mínum að fylgjast með allri herlegheitinni á Snapchat þannig að þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með svoleiðis megið endilega koma með í Snapchat partýið 🙂

 

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n 

Snapchat: tinnzy88
Instagram: tinnzy

TF

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply