Börnin Heimilið Hönnun Hrönn Lífið

FJORD – Skemmtilegar myndir á heimilið

Ég fékk um daginn það skemmtilega verkefni að kynna þessar fallegu myndir  aðeins betur fyrir ykkur. Þessar myndir ganga undir nafninu FJORD og eru eftir færeysku listakonuna sem heitir Suffia Nón en hún er jafnframt grafískur hönnuður. Nafnið á þessari vörulínu er dregið frá nafninu á heimabænum hennar Fuglafjörður þar sem hún er uppalin. Vörulínan er innblásin af sjávarþorpinu sem Suffia ólst upp í. 

Línan var sett á laggirnar í september 2016 þegar Suffia póstaði fyrstu myndinni á facebook síðu sína við miklar undirtektir. Fyrsta myndin var af fugli með kaffibolla sem er jafnframt hennar vinsælasta vara í dag víða um heim.

suffia3

Í kjölfarið hannaði Suffia Nón fleiri myndir með áherslu á fugla.

suffia2

 

 

suffia1

FJORD er einnig með vörulínu fyrir börn sem kallast LUNDALAND sem eru fallegar og litríkar myndir af lundastrák og lundastelpu og eru gullfallegar inní barnaherbergið og hafa notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarið

suffia5

 

 

suffia4

Allar myndirnar eru prentuð í Færeyjum á svansmerktar pappír og eru afhentar í fallegum gjafahólkum og því tilvalin tækifærisgjöf við hin ýmsu tilefni. 

suffia6

 

Hér er hægt að skoða heimasíðuna fyrir FJORD myndirnar en þau senda útum allan heim.

FJORD vörulínan og LUNDALAND vörulínan eru einnig með Facebook síðu þar sem hægt er að skoða myndir af vörunum. 

Ég mæli algjörlega með því að þið kíkið á þessar flottu vörur. 

 

hronn

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply