Ferðalög Fjölskylda Lífið Tinna

Fjölskylduferð til Spánar

Við fjölskyldan erum nýkomin heim úr yndislegri Spánarferð (Tjah eða við vorum nýkomin heim þegar ég byrjaði á færslunni en nú eru komnar sex vikur….svaka blogg metnaður í gangi hjá mér þessa dagana/mánuðina hehe) .

Við fórum nokkur saman s.s. ég, maðurinn minn, börnin okkar tvö, mamma, tveir bræður mínir og dóttir bróður míns – vorum með þrjú börn og þau öll undir fimm ára.

Þið veltið því kannski fyrir ykkur hvernig það hafi verið að vera með þrjú börn undir fimm ára í svona ferð, ég get alveg sagt ykkur það að það var alveg frábært – þó ég myndi ekki segja að það mætti beint kalla þetta 100% frí því maður er náttúrulega alltaf að passa upp á elsku börnin, en þetta gekk furðuvel. Frænkurnar Elín Kara og Tinna Rut eru báðar fæddar í október 2015 og eru því nánast alveg jafn gamlar og ná mjög vel saman og Óla Frey fannst bara mjög gaman að leika með þeim þó hann sé svona “stór” 🙂

Flugið út gekk furðuvel, þetta voru c.a. 4,5 klst og börnin mín voru alveg ótrúlega góð og róleg allan tímann, Tinna Rut, dóttir bróður míns var aðeins með smá vesen en það gekk svo yfir eftir að hún sofnaði. Svo á leiðinni heim var Tinna Rut eins og engill en þá var auðvitað Elín Kara ekki að nenna vera í sætinu sínu og var mikið að flakka á milli og smá lítil í sér en svona over all gengu flugin mjög vel. Ég sem hafði hugsað með mér að þetta yrði algjört vesen að vera með krakkana í svona tiltölulega löngu flugi en svo var ekki! Við smurðum nesti fyrir leiðina út, vorum með ávaxtarúllur, smurðar flatkökur, kex, banana og skvísur sem var mjög þægilegt að grípa í! Einnig tókum við iPadana með fyrir krakkana þannig þau voru að horfa á Hvolpasveit og Frozen á leiðinni og eitthvað að leika sér í “öppum” – sem var algjör snilld, mæli með 🙂

Börnin voru að ELSKA að vera í sólinni (og voru með 50 sólarvörn allan tímann) og fannst æði að fara á ströndina og chilla á veröndinni. Elín Kara leggur sig enn á daginn og hún svaf alltaf bara í kerrunni sinni, settum hana í skugga og teppi ofan á hana og hún svaf mjög vel! 🙂

Við gistum 11 nætur og gerðum margt skemmtilegt í ferðinni, þar má nefna strandaferðir, roap trip til Alicante, fórum oft í moll, göngutúrar, chilla “heima” í sólbaði og fleira 🙂

Við pöntuðum ferðina í janúar og fórum út 28. apríl þannig þetta var ákveðið með frekar stuttum fyrirvara, en bróðir mömmu á hús þarna (Los altos, rétt fyrir utan Torrivieja) og það var akkurat laust um páskana þannig við ákváðum að skella okkur. Við vorum á tveimur bílum og pöntuðum þá og flugið í gegnum Dohop.com – mæli með því! 

Við flugum með Primera air og ég hef verið að fá spurningar út í það, mér fannst bara mjög fínt að fljúga með þeim, ekkert öðruvísi en að fljúga með WOW eða Icelandair 🙂 En fyrir þá sem ekki vita þá er ég flughrædd, getið lesið færslu sem ég gerði: “Flughræðslu-tips Tinnu” HÉR

Ferðin gekk ekki alveg eins og í sögu en upp komu veikindi og bókstaflega allir urðu veikir nema ég. Hressandi upp og niður pest sem gekk línuna (ég ákvað bara að vera súkkulaðikleina hehe). Það var alveg glatað að eyða tíma í veikindi í fríinu en Arnór minn var alveg fárveikur í þrjá daga og Óli Freyr byrjaði svo að gubba þegar Arnór var orðinn hress, en honum leið ekkert illa þannig við létum þessi veikindi ekkert stoppa okkur neitt í að njóta ferðarinnar og tókum t.d. æludall með okkur þegar við fórum í dýragarðinn svona just in case 😀

 

Ég ætla bara að bomba inn fullt af myndum, það er skemmtilegra fyrir ykkur að skoða þær bara frekar en að lesa ritgerð 😉

 


 

 

33157685_10155655791389422_6593695803557019648_n

 Óli Freyr spenntur að fara í flugvélina

 

Gott að lúlla í vélinni <3 

 

 

 Mætt til Spánar! 🙂

 

 

 33189369_10155655791419422_5649126083056893952_n

 Keyptum okkur þessar sætu kerrur fyrir ferðina, vá hvað það var góð ákvörðun! Óli verður 5 ára í des en notaði kerruna mikið!

 

 

 33300734_10155655792289422_2844929492978237440_n

 33432932_10155655792024422_2418196093796876288_n

Gaman á róló! <3 

 

 

 33423443_10155655797109422_1543827029634318336_n

33147916_10155655797089422_1713494580176879616_n

33222864_10155655797124422_496727660865519616_n

Krökkunum fannst ÆÐI á ströndinni! Og mér líka….;)

 

 

33136385_10155655791644422_5444134994895175680_n

Gömlu!

 

 

 Aldrei leiðinlegt að versla..

 

 

Dúllurnar mínar 🙂

 

 

33464609_10155655798344422_6775502271707873280_n 

Það var skellt sér aðeins út á lífið eitt kvöldið 🙂

 

 

33170096_10155655797674422_5733417607969636352_n

33138461_10155655797649422_7968624451161948160_n

Sjúklega gaman að kíkja í dýragarðinn!! 😀

 

 

33134465_10155655798254422_4248990671823699968_n

Father and daughter <3 Adam og Tinna Rut! 🙂

 

 

33126642_10155655798584422_7781862106147586048_n

Fullorðnir leika sér líka..

 

 

 

33046831_10155655798779422_3282304794621902848_n

<3

 

 

 Börnunum fannst svo ótrúlega gaman á Spáni, langar aftur núna!

 

 

 

33152744_10155655792624422_3249984199351861248_n

Sæti minn 🙂

 

 

33170144_10155655797374422_4290573114959462400_n

Pís!

 

 

33183947_10155655792294422_3892671388854517760_n

Óli var í fílu þarna en vildi samt gefa mömmu koss.. 🙂

 

 

33161864_10155655798084422_8601816262542098432_n

Systkinin 🙂

 

 

33194646_10155655792829422_7909720976152068096_n

Frænkurnar <3

 

 

 

 

 

33386588_10155655792424422_6793100122814152704_n

Verður ekki alltaf að vera selfie líka?!?!

 

 

33207176_10155655793034422_5059288676584914944_n

🙂

 

33160490_10155655791799422_6944218074677510144_n

33189412_10155655791839422_1472749358154776576_n

 

 

33144999_10155655798474422_4711131983256748032_n

Mæli með að allir í nágrenni við Alicante skelli sér á Mano’s!
Þar er hægt að fá sjúklega góðar pizzur, samlokur og vefjur! NAMM! Íslendingar eiga staðinn og ég get ekki mælt meira með! 🙂

 

33149412_10155655797224422_7663102875978956800_n

Arnór, krakkarnir og ælufatan :’D

 

 

33135313_10155655792074422_9045932687155527680_n

 

33154418_10155655792809422_6239635591781154816_n

33154406_10155655797929422_3654797979535015936_n

Vorum úti um páskana og að sjálfsögðu fengu krúttin páskaegg 🙂

 

 

33174637_10155655798534422_7395579013902630912_n

 

Gott að lúlla í bílnum

 

 

33397509_10155655798884422_8762791134285004800_n

Stuð í flugvélinni á leiðinni heim!

 

 

33141869_10155655797919422_7164600568986468352_n

Eina myndin af okkur öllum saman í ferðinni! <3 

  


  

Vá ég get ekki beðið eftir næstu ferð! Langar að ferðast aftur í tímann eftir að hafa skoðað myndirnar aftur! 🙂

 

Ætla samt ekkert að halda í mér andanum en vonandi förum við aftur eftir nokkur ár, þetta var svo yndislegt.

Vá hvað ég mæli með svona fjölskyldu- sólarlandaferð fyrir alla! <3

 

 

Þangað til næst!

SNAPCHAT OG INSTAGRAM: TINNZY88

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

TF

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply