Diy Hanna Þóra

Ferrero Rocher jólatré DIY

Nú þegar jólin nálgast fannst mér tilvalið að skella í eitt Ferrero Rocher jólatré sem er svo fallegt á borði og gómsætt í munni.

Ferrero Rocher molarnir eru svo flottir og gyllti liturinn einstaklega hátíðlegur.

Þetta tré hentar vel sem gjöf fyrir sælkera, á fallegt eftirréttaborð eða sem jólaskraut.

12357948_10153268392193008_1768049916_n

Svona fór ég að :

12355109_10153268392698008_1537979018_n

Það sem þú þarft er:

 

Ferrero Rocher konfekt ( ég notaði einn og hálfan svona kassa í mitt tré)
Frauðkeila úr föndurbúð
Gjafapappír
Tannstöngla
Skæri
Límband

 

12366918_10153268392583008_1806443865_n

Fyrsta skref er að hylja keiluna með fallegum pappír, þannig lítur hún vel út þegar búið er að borða mola af trénu.

 

12366583_10153268392433008_557092275_n

Keilan tilbúin fyrir konfektið

 

12348586_10153268392383008_1649926575_n
Stingið tannstöngli inn í molana, passa að fara ekki alla leið í gegn.

 

12348319_10153268392358008_1986151232_n

Gott er að stinga tannstöngli í keiluna fyrst til að gera gat og setja svo molann á þann stað.

 

12366637_10153268392243008_1965718188_n

Neðsta röðin tilbúin, og þá byrjar maður á næstu fyrir ofan þar til tréð er þakið gómsætum molum

 

12357948_10153268392193008_1768049916_n
Og voilà!

Mitt tré fer í afmælispakkann fyrir ömmu 🙂

12348398_10153268401378008_1125096579_n

Hanna

You Might Also Like