Aníta Matargagnrýni Matur Matur og vín

Fagurkera deit á Vikingspizza

Eitt af því skemmtilegasta sem við stelpurnar í Fagurkerum gerum er að hittast allar saman og spjalla um heima og geima!

Við erum allar ótrúlega góðar vinkonur og gætum ekki verið heppnari með hvora aðra.

Screenshot_20180423-212014_Instagram

Við reynum því reglulega að finna okkur tíma þar sem við getum skilið börnin eftir heima, fengið okkur gott að borða og jafnvel örlítið meðí svona í aðra tánna (eða báðar..)

Á dögunum fengum við boð um að smakka nýjan pizzastað sem var að opna í Hafnargötunni í Keflavík.

received_10156103635941413

Staðurinn heitir Vikingspizza. Deigið og pizzasósan er heimalöguð og er allt eldbakað á staðnum. 

Einn af eigendum staðarins tók á móti okkur og vorum við allar sammála um það að þjónustan hafi verið frábær í alla staði. Okkur leið nokkurnvegin eins og algjörum prinsessum alveg frá því við gengum inn og þar til við fórum.

received_10156103635036413

Við byrjuðum á því að panta okkur ostabrauðstangir, hvítlauksbrauð og bernies brauðstangir í forrétt og sló sérstaklega hvítlauksbrauðið og bernies brauðstangirnar í gegn. Við vorum allar sammála um það að þetta væri lang besta hvítlauksbrauð sem við hefðum smakkað og bernies brauðstangirnar! Þær voru bara úr öðrum heimi þær voru svo sjúklega góðar!

received_10156103635586413

received_10156103635536413

Við fengum svo að smakka hinar ýmsu pizzur á matseðlinum og fannst okkur öllum humarpizzan, parmapizzan og ostapizzan með rifsberjahlaupinu vera í uppáhaldi! Þvílíka veislan! 

received_10156103635486413

received_10156103635081413

received_10156103635046413

Við mælum klárlega með því að gera sér stutta ferð úr bænum og inn í Keflavík fyrir þessar pizzur! 

20180420_201056

Maturinn var svo góður að ég stóðst ekki mátið og fór aftur tveimur dögum seinna með alla fjölskylduna ásamt bróður Óttars og frænda og fjölskyldum þeirra til þess að fá bernies brauðstangirnar aftur! 🙊 

Eftir matinn fórum við allar stelpurnar saman heim til hennar Hrannar okkar til þess að spjalla og hafa það gaman saman. Það bregst ekki, í hvert einasta skipti sem við eigum stund saman þá vaknar maður daginn eftir með verki í kinnunum og harðsperrur í maganum vegna hláturskasta frá kvöldinu áður!

received_10155595870259422

IMG_20180421_194837_445

Við vorum rosalega spenntar að smakka nýjan íslenskan bjór sem var að koma á markaðinn og kom hann okkur heldur betur á óvart. Hann var mjög bragðgóður og frískandi með smá sítrus keim.

Takk æðislega fyrir okkur Vikingspizza, við munum sko koma aftur og aftur!

Þangað til næst, 

aníta

ANITAEH

Snap: anitaeh

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply