Hár Þórey

Ertu með hárlos og þurran hársvörð? Þá er þetta sjampóið sem þú þarft að eignast!

* færslan er unnin í samstarfi við Regalo *

Mig langar til að segja ykkur aðeins frá sjampóinu Head & Hair HEAL frá Maria Nila sem er búið að reynast mér frábærlega. Ég er mjög oft með þurran hársvörð og þá klæjar mig og þið vitið hvað maður verður pirraður þegar manni klæjar…

En þetta sjampó er algjör life saver, ég sver það!

Ég er búin að nota þetta í nokkra mánuði ásamt Repair línunni frá Maria Nila sem ég nota líka. Mér finnst mjög gott að skipta um sjampó reglulega eða hafa alltaf tvo valkosti í sturtunni. Bara eins og með andlitskremin þá þarf maður stundum að breyta til;)

Það bjargar mér algjörlega þegar ég er pirruð í hársverðinum… maður finnur virknina strax, það róar hársvörðinn um leið. Enda minnkar það bólgur og eykur hárvöxt. Það inniheldur náttúrulegan Aloe Vera kraft sem vinnur gegn og hindrar flösumyndum og öðrum vandamálum í hársverði. Það sem eykur hárvöxtinn eru innihaldsefni eins og E-vítamín, apigenin og peptíð sem örva hársekkina og þar af leiðandi eykst hárvöxturinn. Svo er inniheldur sjampóið Oleanolic sýru sem vinnur gegn hárlosi. Ég finn gríðarlegan mun á hárlosi eftir að ég fór að nota þessa vörulínu.

Head & Heal Shampoo

róar hársvörðinn

meðhöndlar flösu

kemur í veg fyrir hárlos

eykur hárvöxt

 

Það sem er líka svo flott við þessar vörur og það á við um allar vörurnar frá Maria Nila, að þær eru VEGAN & CRUELTY FREE.

certifications-1

Þessar hágæða hárvörur má finna á hárgreiðslustofum um allt land … útsölustaðina er að finna HÉR

 

 þórey undirskrift

ÞÓREY

Endilega fylgdu mér á Instagram og Snapchat: thoreygunnars

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply