Bakstur Jól Sigga Lena

Englatoppar!

Núna þegar það fer að styttast í jólin er yndislegt að baka og eiga til nokkrar sortir af smákökum á aðventunni. 

Af einhverjum ástæðum er ég mikið búin að hugsa um þessar smákökur síðustu vikur og búin að vera pressa á mömmu að grafa upp uppskriftina svo ég gæti skellt í þær. 

Ég man eftir því að mamma bakaði þær þegar ég var lítil. Mamma geymdi alltaf smákökurnar í döllum ofan á eldhús innréttingunni og ég man hvað ég stalst oft inn í eldhús, klifraði upp á eldhúsbekkinn og stal mér köku. 

Í morgun fékk ég uppskriftina og það var ekkert verið að hangsa við þetta heldur bara skvetta fram úr erminni einni sort!

Uppskriftin er mjög einföld og ekkert mál að skella í hana. 

IMG_0830

-4 eggjahvítur

-200gr kókos

-200gr sykur

-100gr suðusúkkulaði

-1 poki Bismark brjóstsykur

Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Blandið kókosmjöl, súkkulaði og brjóstsykur (smátt mulinn) varlega saman við. Setjið með teskeið í litla toppa. Bakið við 150°C í u.þ.b 15 mín eða þangað til þeir eru ljósbrúnir. 

IMG_7202

Öll hráefnin tilbúin áður en bakstur hefst.

IMG_8575 IMG_9300 IMG_2922

Stífþeyttar eggjahvítur og hráefninu bætt varlega út í.

IMG_0914

Degið sett á ofnðplötu með teskeið. 

IMG_2174

Það skemmtilega við þetta að englatopparnir eru alveg jafn góðir og þeir voru í minningunni. 

Þangað til næst…

signature

Þið finnið mig á snapchat og Instagram: SIGGALENA

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply