Hrönn Lífið Matur Matur og vín

ELDUM RÉTT – frábær, fljótleg og bragðgóð lausn fyrir heimilið

Síðustu vikur höfum við Sæþór maðurinn minn pantað okkur mat frá fyrirtækinu ELDUM RÉTT og erum ekkert smá ánægð með þessa snilld.

ELDUM RÉTT er fyrirtæki sem sérhæfir sig í matarpökkum fyrir fjölskyldur þar sem þú færð öll hráefni tilbúin og mæld fyrir 3 máltíðir í viku sem þú eldar svo sjálfur heima eftir meðfylgjandi uppskrift.

Þeir bjóða uppá 3 stærðir af matarpökkum – lítinn pakka sem er fyrir 2, meðalstóran pakka sem er með sama magni og lítill pakki auk 50% meira magns af fiski eða kjöti og svo stóran pakka sem er fyrir 4.

unnamed-14

Bakaður þorskur með graskersstöppu og eplasalati

 

Hægt er að velja á milli 3ja tegunda af matarpökkum hjá ELDUM RÉTT, sígildan, paleo og vegan pakka. Sígildur pakki samanstendur af hefðbundnum mat og engu sérfæði. Paleo pakkinn er byggður upp eftir svokölluðu steinaldarmatarræði sem sneiðir hjá korni, hvítum sykri, mjólkuafurðum og unnum mat. Vegan pakkinn er loks grænmetisfæði sem sneiðir alfarið hjá dýraafurðum. Það er því auðvelt fyrir fólk á sérfæði að nýta sér þessa frábæru þjónustu.

 Það eru alveg ótrúlega margir kostir við að nýta sér ELDUM RÉTT.

Maður sparar sér þvílíkan tíma af því það þarf ekki að fara í búðina og kaupa inn og eins sleppur maður líka við að ákveða hvað á að vera í matinn sem er klassískt vandamál hjá mjög mörgum fjölskyldum.

unnamed-12

Arabískar kjötbollur með blómkálsgrjónum og tahini sósu

 

Þetta er líka alveg frábær leið til að læra meira að elda og verða öruggari í eldhúsinu. Núna síðustu vikur hefur Sæþór fengið að spreyta sig á þessum réttum á meðan ég sinni litla krílinu. Hann er búinn að læra helling og finnst þetta ótrúlega þægilegt af því allt hráefnið kemur fyrirfram vigtað og mælt og eina sem hann þarf að gera er að fylgja leiðbeiningunum sem koma með réttinum.

Matarsóun hefur líka minnkað heilmikið síðan við fórum að nýta okkur þetta en þar sem við erum bara 2 í heimili þá er það oft sem við náum ekki að klára heila pakkningu af einhverju hráefni sem við höfum keypt til að nota í máltíð. Með ELDUM RÉTT þá færðu öll hráefnin í akkurat því magni sem þú þarft og því verða engir afgangar af hráefni sem verður ónýtt af því það næst ekki að klára það. Ferskar kryddjurtir eru gott dæmi um þetta en yfirleitt er notað frekar lítið af þeim í hvern rétt og aðeins hægt að kaupa stóra pakkningu af þeim í verslunum fyrir hellings pening. já ELDUM RÉTT eru ferskar kryddjurtir mjög oft í uppskriftunum þeirra og þá akkurat magnið sem maður þarf og því erum við búin að nota mun meira af ferskum kryddjurtum síðan við fórum að kaupa okkur matarpakkana.

unnamed-13

Bakaður þorskur í möndluhjúp með graskeri og grænkáli

 

Annað sem við höfum tekið eftir með þessa skemmtilegu matarpakka er að maður lærir að elda með allskyns nýjum hráefnum sem maður hefur jafnvel aldrei notað og kann ekkert á og oft er verið að blanda saman í einum rétti hráefnum sem maður myndi venjulega ekki blanda saman. Þetta er því ný reynsla og lærdómur í hverri viku ! Ég hafði t.d. aldrei prófað að nota grasker í matargerð og það kom mér skemmtilega á óvart.

Matarpakkarnir eru á alveg ótrúlega góðu verði en fyrir matarpakka fyrir 2 greiðir maður aðeins 7.790kr sem gera tæpar 1300kr á mann fyrir máltíðina og fyrir 4manna pakka greiðiru aðeins 1050kr á mann fyrir máltíðina. Þetta er mun ódýrara en að kaupa skyndibita og alls ekki dýrara en að fara sjálfur og kaupa inn og jafnvel ódýrara þar sem oft þarf að kaupa stórar pakkningar af hráefni sem lítið þarf að nota af og maður endar á því að henda

unnamed-15

Nautasteik með bökuðum kartöflum og koníakssósu

 

Matarpakkana má sækja til ELDUM RÉTT á þriðjudögum og miðvikudögum og ef vel gengur að pakka matarpökkunum fær maður sms skilaboð á mánudegi þar sem boðið er uppá að sækja pakkann fyrr. Einnig er hægt að fá pakkann sendan heim til sín gegn vægu gjaldi.

Til að panta matarpakka þarf að fara inná eldumrett.is fyrir miðnætti á miðvikudögum til að panta fyrir vikuna á eftir. Einnig er hægt að vera í áskrift og þá er dregið sjálfkrafa af greiðslukorti á hverjum miðvikudegi og þú færð matarpakka í hverri viku.

unnamed-9

Ras el hanout kjúklingur með sætum kartöflum og melónusalati

 

Við Sæþór erum ótrúlega ánægð með þessa frábæru þjónstu og munum halda áfram að nýta okkur hana. Ég mæli 100% með þessu fyrir þá sem langar í góðan mat á góðu verði sem lítið þarf að hafa fyrir ! Algjörlega frábær lausn fyrir fólk sem hefur nóg að gera en vill samt fá hollan og góðan mat á kvöldin til að njóta með fjölskyldunni.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply