Aníta Matur

Eldað úr afgöngum

Við hjónin erum alltof sek í því að nýta ekki afgangs mat sem er mjög slæmt fyrir budduna enda algjör peningasóun! 

Oft höfum við tekið þessa umræðu og ætlað okkur að fara að hætta að henda mat og nýta hann betur en einhvernvegin föllum við alltaf í sama farið! Henda og elda upp á nýtt!

Ég ætla hinsvegar að gera heiðarlega tilraun til þess að hætta þessu rugli og fara að prófa mig áfram við hina ýmsu rétti og reyna að spara pening í leiðinni.

Í kvöld átti ég afgangs fisk frá því í gær og hefði verið tilvalið að skella í plokkfisk en þar sem ég átti ekki allt í það ákvað ég að fara í smá tilraunastarfssemi og gera eitthvað alveg nýtt.

Ég sauð pasta og bjó til Mexíkóska rjómaostasósu. Skar fiskinn niður og helti svo óllu saman í eina skál og bar fram með ferskum Parmesaonosti.

Viti menn þetta var hinn fínasti réttur og kláraðist hann upp til agna! 

20170913_211915

Ég skora á ykkur að prófa ykkur áfram í eldhúsinu og nýta afganga betur. Ég ætla að halda áfram að gera það og er ykkur velkomið að fylgjast með í tilrauna eldhúsinu mínu á snapchat : anitaeh

Þangað til næst 

aníta

snaptag

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply