Bakstur Tinna

Einföld & holl skyrterta

Okey ég laug kannski smá..það er engin terta eða kaka hollustan uppmáluð en þessi skyrterta er alveg fáránlega góð & holl miðað við hvað hún gæti verið óholl 😉

Ég er enginn snillingur í eldhúsinu & er mjög hrifin af því að deila með ykkur einföldum uppskriftum sem allir ættu að geta leikið eftir. Það tekur u.þ.b. 10 mín að gera þessa snilld. Ef ég get þetta þá geta það allir 😀

Þessa skyrtertu hefur mamma verið að gera í eftirrétt öðru hvoru fyrir okkur fjölskylduna í mörg ár & hún er alltaf jafn góð. 

Það sem þarf:

-piparkökukexið frá Lu

-hafrakex

-smjörva 

-stóra dollu af vanilluskyri frá Kea

-1/2 L rjóma

-kirsuberjasósuna frá Den gamle fabrik. Þessi sósa er lang best á skyrtertuna, fæst í Fjarðarkaupum

 

kirsebersauce-360g

 

 

Aðferð:

Myljið niður kexið, hálfan pakka af Lu & hálfan pakka af hafrakexinu. Gott er að berja kexið niður með buffhamri.

Setjið kexið í botninn á því íláti sem þið ætlið að bera tertuna fram í, bræðið dass af smjöri (c.a. 2 msk) & hellið því yfir kexið, þetta er gert til þess að bleyta aðeins upp í botninum.

Þeytið rjómann & blandið vanilluskyrinu við. Bætið þessu síðan ofan á kexið.

Setjið kirsuberjasósuna ofan á.

Voila, reddy!

Best er að setja tertuna inn í ísskáp & leyfa henni að vera þar í nokkra klukkutíma áður en hún er borin fram.

 

 18010644_10154638952634422_633795204779703111_n

 

18010981_10154638952704422_4758063906983592920_n

 

18033550_10154638952834422_7899878179633537308_n

 

Verði ykkur að góðu! 

 

TF

Þið finnið mig á Snapchat: tinnzy88 & Instagram: tinnzy

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply