Hann Kristófer okkar varð fjögurra ára um síðustu helgi. Vanalega þegar ég held einhverskonar veislur þá fer ég alltaf alla leið og missi mig í skrauti, bakstri og gestalista!
Í þetta skiptið ákvað ég að hafa bara litla afmælisveislu fyrir þá allra nánustu, hafa hana eins einfalda og hægt er og gera frekar eitthvað með krökkunum í staðinn yfir daginn.
Við byrjuðum á því að fara með krakkana, mömmu minni, ömmu og tveimur litlum frændum á brúðusýninguna um Pétur og úlfinn sem sýnd var í leikhúsloftinu í Þjóðleikhúsinu. Báðir krakkarnir okkar elska söguna og tónlistina og sló þessi sýning heldur betur í gegn hjá mínum manni sem fékk svo að skoða brúðurnar eftir sýninguna.
Eftir sýninguna fórum við heim og tókum á móti okkar nánasta skyldfólki og buðum upp á beikonvafðar pylsur og kökur. Ég fékk mömmu til þess að baka fyrir okkur og svo keypti ég tvær kökur tilbúnar í bakaríi sem Kristófer fékk að velja sjálfur.
Dagurinn var ótrúlega vel heppnaður, ekkert stress og Kristófer hæst ánægður með allt saman sem er það eina sem skiptir máli.
Héðan af held ég bara svona einföld afmæli! Allavegana þar til þau verða 18 ára! ?
Þangað til næst,
No Comments